- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
161

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

íslenzk þröngsýni.

Saga frá Winnipeg og Nýja-tslandi.

Pað stóð yfir fjölmennur fundur hjá bændum í bygðinni, þar
sem Jón bóndi Jonsson á Strympu í Nýja-íslandi átti heima.
Að-almálefni fundarins var að ræba um að fá járnbraut lagöa inn í
nýlenduna.

»Pað hefir verið stungiö upp á því af Árna Sveinssyni á
Teigi,« sagði forseti, »og stutt með skörulegri ræðu af Jóni
Jóns-syni á Strympu, aö járnbraut skuli lögð inn í nýlenduna. Eru
fundarmenn reiðubúnir að greiða atkvæði, eða vilja þeir ræða
málið beturf «

»Peir, sem eru því samþykkir, að járnbraut sé lögð inn í
ný-lenduna,« byrja&i hann aftur, þegar hann sá, að enginn tók til
máls, »geri þá svo vel að greiða atkvæði á þann hátt að rétta
upp aðra höndina.«

Pað réttu allir upp a5ra höndina og sumir báðar. Tillagan
var samþykt í einu hljóði.

»Þá liggur næst fyrir fundinum að íhuga, hvaða ráö séu
vænst til að fá járnbraut lagða hingað. Slíkt hlýtur að kosta ærna
peninga. og þó vér séum allir af vilja gerðir, þá getum vér ekki
af eigin rammleik lagt hingað járnbraut.«

»Eg sting upp á því, að við skorum á fylkisstjórnina að
leggja fram peninga til að byggja brautina«, sagði einn af
fund-armönnum. »Hún er ekki afgóð til þess, helvítis stjórnin.«

»Eg sting upp á því,« sagöi annar, »ab fundurinn kjósi nefnd
til að finna stjórnina og fá hjá henni peninga til brautarinnar.«

»Og ég sting — ég styð uppástunguna,« sagði sá þriðji.

»Og ég samþykki hana,« hrópaði sá fjórði.

»Ekki að tala nema einn í einu,« sagði forseti. »Peir, sem
eru því samþykkir, aö fundurinn kjósi nefnd til að finna stjórnina

ii

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0177.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free