- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
162

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

ió2

að máli og fá hjá henni peninga til að byggja brautina fyrir, geri
svo vel að rétta upp hendurnar.«

Það vóru allir meö því að kjósa nefnd.

»Pá vil ég stinga upp á því, að fundurinn kjósi Jón Jonsson
á Strympu til aö fara þessa ferð,« sagði Arni á Teigi.

»Styöur nokkur uppástunguna?« spuröi forseti.

»Drengilega studd af mér,« sagði Grímur Grímsson. Hann var
nágranni og vinur Jóns.

»Og raér llka,« sagði annar.

»Pað þarf ekki nema einn stuðningsmann,« sagöi forseti. »Pað
er stungið upp á því og stutt, að fundurinn kjósi Jón Jonsson á
Strympu til að fara til Winnipeg og fá hjá stjórninni peninga til
brautarinnar. Peir, sem eru því samþykkir, geri svo vel að greiða
atkvæði á sama hátt og áður.«

Tillagan var samþykt, en heldur dræmt.

»Um leið og ég rís á fætur,« sagði Jón og stóö upp, »svo
sem til að þakka fundinum fyrir þanti heiöur, sem hann sýnir mér
með því, að senda mig til stjórnarinnar svo sem annan
þjóðfull-trúa, þá vil ég spyrja fundinn, í hvaða stöðu eða formi ég á að
fara. Pað er kunnugra, en frá þurfi að segja, að þegar menn senda
sína beztu og vitrustu menn á fund þeirra, sem völdin hafa, þá
senda menn ýmist nefnd eöa bænarskrá. Nú fer ég til
stjórnar-innar og segi: »Okkur þarna norður frá vantar járnbraut, og ef
þið ekki látið okkur fá hana, þá setjum við ykkur á boruna við
kosningarnar«. Og ef hún þá segir vi5 mig: »Samkvæmt hvaða
heimild talar þú þannig«? Pá svara ég því, aö góðir bændur f
Nýja-íslandi hafi í einu hljóði kosið mig, en ég verð að geta sagt,
hvort þeir hafi sent mig sem nefnd eða sem bænarskrá. Kjósi
fundurinn mig sem nefnd, þá fer ég sem nefnd, nefnilega, en
annars sem bænarskrå.« Og hann settist aftur niöur, en fundarmenn
vóru seinir til svars, því þeir vissu varla, hvernig þeir áttu að snúa
sér í þessu nýja vandamáli.

»Við sendum bænarskrå hérna um árið, og hún kom að engum
notum,« sag5i einn.

■ »Og við höfum sent nefnd, og hafði hún ekki mikiö fyrir
ómakið,« sagði annar.

»Eg vil helzt,« sagði sá þriðji, »að hann fari sem Jón
Jonsson, bóndi á Strympu. Hann mun vita, hvernig hann á að haga.
orðum sínum við stjórnina, þó hann fari sem Jón Jonsson.«

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0178.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free