Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
183
þessu vant sezt upp á fjósið, sofnaS þar og dreymt, aÖ hann
væri aö heyja einvígi vi5 hanann frá næsta bæ og heföi sigur.
Upp úr því vaknaði hann, rogginn yfir sigrinum, baðaði út
vængj-unum og galaöi hvað eftir annað. Jón heyröi hanagalið og
rank-aöi þá viö því, að hann hefði heyrt, aö hanagalið boðaði feigö,
ef maður heyrði það, þegar maður leggur frá heimili sínu í
lang-ferö. Kannske það færi nú svo, að hann sæi Ásdísi aldrei aftur.
Honum kom til hugar að snúa við, kveöja hana betur, en hann
gerði, og biöja hana að forláta, ef hann heföi ekki alténd hagaö
sér, sem góðum eiginmanni sæmdi, og lofa henni því, aö låta
hana aldrei sækja vatn eöa kljúfa eldiviö, þegar kalt væri, eöa
sækja beljuna i bleytu og flugum út i skog. En hann harkaöi af
sér og fór hvergi. Hann gæti lika alveg eins gjört þaö, þegar
hann kæmi aftur.
Paö var yndislegt og rólegt kvöld, eins og þau einntt eru
miösumarkvöldin i Manitoba. Fram undan lá vatniö spegilslétt,
nema hvaö í stöku staö sló á þaö vindgárum, þvi norövestan
andi var. I loftinu sveimuöu þúsundir og aftur þúsundir af
mý-flugum (mosquitos). Pær þektu Jón, og þaö virtist, aö þær heföu
hugmynd um, að hann væri að fara í langferð, því þarna
söfnuð-ust þær eins og torfa utan um hann og skemtu honum meö
sinum þýöu og viðkvæmu söngröddum. Pað hafði enga þýðingu,
þó hann sópaöi andlitið og berði sér á bak og brjóst, þær fylgdu
honum eins fyrir því; þeim fanst hann Jón eiga annaö eins aö
þeim, eins og þó þær fylgdu honum til strandar, þá einu sinni hann
fór í langferÖ. Því trygðatröll eru þær, þaö mega þær eiga.
Og enn einu sinni leit hann yfir heimili sitt, sem hann var nú
að yfirgefa i bráöina — fyrsta skifti á 17 árum. Enn þá horfði
Ásdís og kisa á eftir honum. Kúna gåt hann ekki séö, en á
klukknahljóðinu heyröi hann, að hún var að jórtra í næÖi fyrir
utan garöinn. Haninn var hættur að gala; þaö var honum lika
óeölilegt að gala að næturlagi. Skógurinn luktist hringmyndaður
umhverfis og myndaöi koldimma brún viö dagsglætuna i vestrinu.
Lengra út í skóginum heyröi hann uglu skrækja og aðra svara
enn lengra burtu. Froskarnir voru byrjaðir aö syngja
kvöldsálm-inn, og hinn urgandi rómur þeirra lét illa í eyrum Jóns. Hann
sneri viö, heimili hans hvarf honum þegar, og hann gekk hægt og
seint suöur ströndina. Hin þýöingarmilda Winnipegferð hans
var byrjuð.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>