Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
68
II.
Á sléttlendinu í Manitoba á vesturbakka Rauðár, »þar sem
áin odda setur«, stendur Winnipeg,. og þangað víkur nú sögunni.
Pað var fjórum dögum, eftir að atburöir þeir gerðust, sem sagt er
frá hér að framan, að eimlestin frá þorpinu Selkirk kom brunandi
inn að járnbrautarstöðinni í Winnipeg, nálægt klukkan fjögur síðdegis.
Á meðal farþeganna var Jón á Strympu, klæddur í sínar betri
buxur og kominn til bæjarins sem járnbrautarnefnd Ný-Islendinga.
Hann var einn síns liðs í lestinni, hafði komið með seglbát til
Selkirk, og góöfúsir landar þar tekið vel viö honum, látið hann lifa
»vellystingum praktuglega« um kvöldið og nóttina og komið
honum í lestina um morguninn. Nú var hann kominn til
Winni-Peg> °g þegar fólkiö fór út úr vögnunum, fylgdist hann meö fram
ä gangstéttina, sem var troðfull af fólki. Sumir vóru komnir þangað
til að taka á móti vinum og kunningjum, sem nýkomnir vóru til
bæjarins; aðrir æddu fram og aftur, eins og um lífið væri að tefla,
og litu ekki við nokkrum manni. Lestin, sem flutti Jón þangað,
var óðar horfin eitthvað burt, og önnur kom þjótandi að vestan,
og drundi hátt í henni eins og í gömlu nauti. Hann hrökk saman
og forðaði sér upp að veggnum á húsinu. Pað var
járnbrautar-stö5in sjálf, geysimikið múrhús, sem sneri frá austri til vesturs, og
eitt af því, sem einkendi það framar öðrum byggingum, var hva5
það var orðið óhreint og svart af kolareyk, sem dag og nótt og
ár eftir ár lagði á það frá lestum þeim, sem gegnum bæinn fóru.
Ekki svo að skilja, að það væri eina byggingin, sem
kolareykur-inn hafbi svert, því flestar byggingar í grendinni vóru meö sama
marki brendar; jafnvel gluggatjöldin á stóra hótelinu, sem stóð
andspænis járnbrautinni, vóru or5in svört af kolareyk. Jón varö
hálfruglaður innan um allan þann hávaða og skarkala, sem þar var,
og hvarflaði vestur með húsinu. Þar var stór pallur, og þar var
hægt að draga andann fyrir þrengslum. Par stóð hann um stund
og litaðist um. Vestur undan sá hann breitt stræti, sem lá eins
langt, og hann gat séð, bæði noröur og suöur, og með fram því
hve’rja stórbygginguna við hlið annarrar. Og á táunum
báðu-megin við strætið var sami fólkstraumurinn, og allir virtust æða
áfram án þess að líta til hægri eða vinstri. Pað var ekki svo
merkilegt, a5 fólkið heilsa5i hvað öðru, þegar þaö mættist — sem
Jón var þó altíð vanur að gera, þegar hann mætti manni. Inn á
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>