- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
172

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

172

Peir hurfu þar inn um stórar dyr, en Jón stóð eftir á táinu.
Honum varð starsýnt á bæjarráðhúsið, þar sem það blasti við
and-spænis honum. Hann var að virða fyrir sér turnana upp af því,
þegar hann alt í einu heyrði háan og hvellan klukknahljóm skamt
frá sér.

»Hver þremillinn,« sagði hann og hrökk saman. »Eru þeir
að hringja til messu núna?« Hann leit upp í loftið til að sjá,
hvað tíma liði, og var orðinn áttaviltur. »Sólin í hánoröri,« sagði
hann. »Alt er það öfugt hér frá því, sem er á Strympu.«

Svo fór hann aö íhuga, hvaða dagur var. Pað var
föstu-dagur, svo ekki gat guðsþjónusta veri5 þann dag. Pað hlaut að
vera eitthvað annað.

Klukknahringingin hélt áfram, og hann fór að skygnast betur
eftir, hvaðan hún kæmi. Vestur undan ráðhúsinu sá hann lága
og fremur kumbaldalega byggingu með einum litlum turni. Paðan
kom hljóðið. Nú fór fyrir honum eins og fyrir Móse, þegar hann
sá þyrnirunnann loga, honum lék forvitni á að skoða þetta betur.
Og af því byggingin var örskamt þaðan, gekk hann yfir um strætið.

Þangað var heldur ekki amalegt að koma. Umhverfis
bygg-inguna og langt út frá henni stóðu raðir af hestavögnum, flestir
eða allir hlaðnir með mat. I sumum vóru jarðepli, rófur, næpur og
ótal tegundir af garðávöxtum, sem hann bar engin kensl á, þrátt
fyrir 17 ára dvöl sína í Manitoba. Á öðrum vögnum var ostur
og smjör, og á sumum vóru heil sauðaföll eða heilir svínaskrokkar.
Hér og þar vóru menn í óða önn aö taka af vögnunum og bera
inn, og aðrir komu út með ýmislegt matarkyns og báru burt.
Pað sá Jón, að margar dyr vóru á húsinu, og af því
fólkstraum-urinn var alt af út og inn, var honum forvitni á a5 vita, hvaö fram
færi innan veggja, og gekk því inn. Og sú sjón, sem hann sá,
þegar inn kom, haföi þau áhrif á hann, að hann saup hveljur.
Matur, ekkert nema matur uppi og niðri og á allar hliðar. Inn
eftir endilangri byggingunni lá breiöur gangur, og i gegnum aörar
dyr andspænis sá hann út á strætið hinumegin. Á báðar hendur
vóru borð úr hvítum marmara, og á þau var haugað þessum lika
litlu ósköpum af alls konar mat og kræsingum. Nautakjöt,
sauða-kjöt, svinakjöt, kálfakjöt, lambakjöt, langar, alifuglar, jarðepli, smjör,
næpur, rófur, agúrkur, grasker eins stór og nautshöfuð, alt þetta var
í hrúgum, hvar sem litið var. Og ekki nóg meö það, heldur héngu
heilir og hálfir skrokkarnir af nautum, sauðum og svínum með fram

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0188.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free