- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
173

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

173

ganginum alla leið gegnum húsiö. Og alt af var fólk aö koma
og fara, sumir að kaupa og sumir að selja. En bak viö
marmara-borðin vóru nokkrir menn, sem helzt virtust afhenda og taka á
móti, allir klæddir í snjóhvít fot frá hvirfli til ilja. Slíka sjón
haföi Jón ekki séð á æfi sinni. Pessi fádæmi af bezta mat á allar
hliöar og þessar hvitklæddu, saklausu verur, sem liöu eins og
englar fram og aftur. Honum fanst, hann hlyti aö vera kominn
i himnariki.

Og af aðdáun yíir öllu þessu gætti hann sin ekki og råk
höfuöiö í stórt sauöarkrof, sem hékk á snaga viö ganginn. Krofiö
hristist, en hékk þó uppi, og einn af þeim hvitklæddu hrópaÖi:
*God damnt, sem náttúrlega kom Jóni ekkert viö. Hann fór aö
aðgæta þenna sauöarskrokk betur. Pað var ætur biti; ekki þurfti
aö efast um þaö. Slík þó líka síöa! Vissir tveir þumlungar á
þykt eða meira. Jón var fjárbóndi bæöi að fornu og nýju, en
síðan hann fór frá Islandi, haföi hann ekki séð slíkt krof, aö
und-anskildu krofinu af kollótta hrútnum, sem hann skar haustið áöur.
Paö var skepna, sem vert er aö minnast á. Kominn af
höfð-ingjum langt fram í ættir; Ásdís gat rakið ætt hans í beinati
karllegg upp til þess kollótta, sem Gestur í Haga keypti og fékk
fyrstu verðlaun á sýningu. Hann átti líka ekki amalegt í
upp-vextinum, hrúturinn sá, því Ásdís lét hann ganga í túninu og gaf
honum mjólk og mat, eins og hann vildi. Hann liföi heiöarlegu
h’fi, og sómasamlega skildi hann viö heiminn, þegar hann loksins,
gamall og saddur lífdaga, fór héöan til sælli bústaöa.
Skrokkur-inn vó hundrað og þrjú pund, og það á danska vog, og mörinn
stóð vel veginti fjóröung, og nýrnamörinn þó ekki talinn með, því
Jóu lét hann fylgja skrokknum í kaupbæti, því ekki var því láni
aö fagna, að þau hjónin mættu éta hann sjálf. Hann fór í sama
hræsvelginn og allar aörar vörur þeirra, í kaupstaðinn, fimm cent
pundiö móti uppsprengdum vörum, kaffið sex pund á dollar og
tóbakiö tiu cent platan, og aörar nauösynjavörur eftir því. Svo fór
Jón aö hugsa um, hve mikiö kaupmaöurinn mundi hafa grætt á
hrútnum. Talsvert hlaut það aö hafa verið, því það var ekki
ein-leikiö, hve mikill uppgangur var á verzlan hans í seinni tíö.

En þessar hugleiöingar hans fengu skjótan enda við að sjá
félaga sinn ganga inn í markaöinn. Pegar hann kom auga á Jón,
gekk hann rakleiðis til hans.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0189.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free