- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
188

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

væri nær fyrir þig að gera landinu til góöa, þess sæi þó dálítinn
stað«. >Hvernig á ég að gera landinu til góða,« segi ég, »þegar
járnbrautina vantar«, segi ég. ’Paö er til lítils a& ryðja skóginn’,
ségi ég, ’eða sá í jörðina, þegar engin er járnbraut’, segi ég. ’Við
gerum þaö smátt og smátt, eitt í einu, þaö verður alt að ganga
eftir röð og reglu’, segi ég. ’Fyrst þarf járnbrautin að koma,
síðan kornhlaöan, síðan þreskivélin, síðan gufuvélin, síöan
sjálf-bindarinn, siðan sáningarvélin, síðan plógurinn og seinast herfiö.
Og þegar alt þetta er fengið, þá förum viö að gera landinu til
góða og hætta við fiskinn. Pað er nefnilega, herrar mínir, svo
margt likt hér og heima, aö ég get vel um hvorttveggja talaö.
Það er alveg þar eins og hér, aö viö stundum fiskinn og
stjórn-málin of mikiö. Pegar Jón alþingismaður hélt fundinn á
Yxna-bakka, þá hélt Porsteinn heitinn ræöu og sagöi: ’Viö þurfutn
annars meira meö’, segir hann, ’en aö heimta, aö kóngurinn búi í
Reykjavik og hafi þrjá ráögjafa eöa gosa’; viö þurfum aö slétta
túnin, skera fram mýrarnar og gera upp vegina. ’Viö stundum
fiskinn of mikiö’, segir hann. ’Viö þurfum aö auka landbúnaðinn
og fiska meö eimskipum’, segir hann, ’og gera Reykjavik aö stærstu
borg í heimi’, segir hann. ’Og þegar svo er komiö, þá getum
viö lika fariö aö fjölga fólkina i landinu meira, en viö gerum, og
annaöhvort gengiö alveg undan kónginum, eöa skyldaö hann til aö
flytja kóngsríkiö til Reykjavíkur og búa þar.’ ’fetta er alveg satt,
Porsteinn minn’, segi ég, ’þér er trúandi til aö koma oröum aö
því’. Og eins er því variö meö okkur hérna. Viö stundum
fiskinn of mikiö, af því okkur vantar járnbrautina. Og nú, herrar
minir, læt ég hér viö lenda, og vil aö endingu geta þess, aö það
er vilji vor alla og samþykki, aö endinn á brautinni, nefnilega
neöri endinn, sé og eigi aö sjálfsögðu aö vera á Strympu og
hvergi annarstaöar. Paö mælir alt fram meö því lika: Stór hæö
rétt fyrir vestan fjósiö, sem ég væri til meö aö låta meö góöum
kjörum, og ljómandi aö sjá fram á vatnið. Piö muniö þaö, aö
endinn á aö vera á Strympu. Og nú vil ég heyra, herrar minir,
hvaö mikiö þið viljiö hjálpa okkur, svo ég geti sagt þeim frá því,
þegar noröur kemur.«

Fylgdarmenn hans lágu ekki á liði sínu meö aö þýöa, þaö
máttu þeir eiga. Og eftir að þeir höfðu hjálpast aö, aö þýða síðasta
hlutann af ræðu Jóns, talaði ráðherra opinberra verka nokkur orö
úr sæti sinu, sem hinir þýddu fyrir Jóni.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0204.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free