- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
189

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

189

I fyrsta lagi þakkaði hann fyrir þann heiður, sem
Ný-íslend-ingar sýndu sér og stjórn sinni meö því. aö senda mann til að
ræöa við þá jafnmikilsvaröandi málefni. í>að sýndi, að þeir heföu
traust á stjórn fylkisins, og þess trausts vildi stjórnin reynast
veröug. Ný-íslendingar heföu ætíð veriö óskabörn hennar, og
ekkert væri henni kærara en ab sjá brautina lagða norðar, og það
væri hún reiðubúin a5 styrkja með ráðum og dáð, hve nær sem
tæki-færi gæfist, og það mætti hann segja þeim nyrðra. En nú sem
stæði væri ómögulegt neitt að gjöra, því fyrst yröi aö gera
samii-ing viö eitthvert félag um aö leggja brautina norður. Pegar þaö
væri fengiö, mundi stjórnin athuga betur, hvaö hægt væri aö gera.
Hann hældi Jóni mikiö fyrir mælsku og kvaö sér ekki koma á
óvart, þó hann ætti eftir aö veröa foringi sveitar sitinar Og aö
endingu baö hann Jón aö flytja sina beztu kveöju og vináttuorð
til allra þar nyrðra, og hann vonaöi eftir vináttu þeirra og aöstoö
framvégis.

Petta þótti Jóni gott svar. »Segöu höföingjanum, aö hann
megi treysta mér og okkur,« sagöi hann. »Hann hefir gert góða
ferö mína, og þess skulum yið låta hann njóta, þegar í nauöirnar
rekur.«

Nú stóðu ráöherrarnir upp, kvöddu Jón mjög alúölega og
cndutóku, hve mikil ánægja þeim heföi veriö aö sjá hann. Siöan
skildu þeir, og Jön og félagar hans fóru burt sömu leiö, og
þeir komu, en nú tóku þeir ekki rafmagnsvagninn, heldur gengu
ofan Broadway, og föru inn á fyrsta hótel, sem þeir komu aö, og
gæddu Jóni þar sómasamlega á mat og víni og sögöu, aö stjórnin
vildi svo vera låta.

Það hallaði af miðjum degi, þegar þeir fóru þaðan. Jón var
í bærilegu ástandi og góöu skapi. Peir gengu norður Aöalstrætiö
og sýndu honum á leiðinni eins mikiö af dýrö bæjarins, og þeir
gátu. Þegar kom noröur á hornið á Portage Avenue, þóttust
þeir þurfa aö gera lykkju á leiö sinni og vildu skilja þar viö
hann.

»Héöan af getur þú ekki viist,« sögÖu þeir. »Pú gengur
hérna upp strætið, iörnar norður fyrsta stræti, krossar tvö stræti,
törnar upp það þriðja og heldur áfram, þangaö til þú kemur að
þessu númeri,« og þeir fengu honum miöa með númeri rituðu á;
»það er húsið sem þú lifir í. Þar skaltu bíöa, þvi viö ætlum aö
kalla þar í eftimónib, og taka þig með ofan í bæinn aftur.«

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0205.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free