Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
219
flytja hreindýrin, hlóðu þau hvort ööru vöröur innan um heiðarnar
úr viðarhríslum og grjóti. En allan liðlangan veturinn var5 Elis
að dvelja í jarökofanum uppi á fjöllum og þráði þá öllum
stund-um þann tíma, er sólin kæmi og hann fengi aftur að sjá Sillu sína
með svörtu augun, hana, sem var svo örsnör í hugsunum, lundkát og
léttfætt, svo að jafnan varð lítið úr tímanum, er þau vóru saman.
Pegar að því leið, að flytja skyldi á fjöllin aftur, fór Elis í
kaupstað til bæjarins Alten og hafði með sér skinn, tungur, hvannir
og ber. Hann keypti þar kaffi og aðrar nauðsynjavörur, og svo
keypti hann líka gullborða, litþráö, klúta og ýmislegt annað, sem
hann vissi, að Sillu mundi þykja vænt um, og boðlegt var dóttur
Matthiasar Vuolafs.
En því var nú einu sinni svo varið með Elis, aö hann var
manna fríðastur sýnum, svo aö hvar sem hann kom, þá voru allar
stúlkur ólmar eftir honum; þab skein út úr augunum á þeirn. En
hann var stór upp á sig og lét, sem hann sæi þær ekki. Hugur
hans stóð þar til, er Silla var.
Einn sunnudag var hann staddur í kirkjunni í Alten. Par sá
hann unga grannvaxna stúlku, sem sat rétt fyrir framan
prédikun-arstólinn.
Hann þóttist aldrei hafa séð slíka fegurð á æfi sinni. Hún var
svo björt yfirlitum og nettvaxin sem björk um Jónsmessuleyti,
augun tindruðu sem blátær lækur, hárið sítt og gulbleikt á lit,
hendurnar sem á barni, svo hvítar og smáar, — rétt eins og þær
væru alt of góðar til að snerta við nokkru, sem jörðunni viö
kemur.
Henni varð litið til hans, og hún brosti, rétt eins og hún sæi,
hvaö hann var að hugsa. Pegar hún fór út úr kirkjunni, leit hún
þrisvar sinnum við og horfði á hann.
Pað var sýslumannsdóttirin, sögðu menn.
* *
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>