- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
226

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

226

sendibréf, sem átti aö fara meö strandferðaskipinu. Pegar ég
haföi skrifaö nokkrar linur, var enn bariö. »Paö ætlar aö veröa
gestkvæmt hérna i dag,« hugsaöi ég meö mér og fór til dyra.
Paö var Ásta á Hamri, sem komin var.

»Skilaöu til hans pabba þíns, aö ég vilji finna hann «

»Paö er mér ómögulegt. Hann er ekki heima.«

»Hvaöa skolli var þaö. Eg ætlaöi aö biöja hann aö lána
mér hana Bleikálu gömlu á þjóÖhátíðina á morgun.«

»Rétt er nú þaö.«

»Eg ætla þá aö fá aö finna hana móður þína.«

Móðir mín þorði ekki aö lána Bleikálu, en Ásta baö hana
þá að lána sér sjalnál og mórautt silkislipsi, sem hún átti,
til þess að ferðin yrði ekki alveg til ónýtis, og fékk hún
hvort-tveggja.

Ég hélt áfram aö skrifa bréfiö, en þegar ég var hér um bil
hálfnaður, var bariö að dyrum. »Einn af átján,« hugsaði ég, »að
biðja um Bleikálu,« og fór út. Steini á Hóli var kominn meö eitt
blaö af »Isafold«, en jafnframt meö boö frá systur sinni aö fá
Bleik-alu á þjóöhátíöina. Hún var ekki föl frekara en áður, og fór
Steini en kvaðst mundu koma aftur seinna um daginn.

Nú leiö stundarkorn, og lauk ég viö bréfið, en þegar ég var
aö skrifa utan á umslagiö, buldu bylmingshögg á þilið. »Hvaöa
ósköp ganga á?« hugsaöi ég og hélt áfram aö skrifa utan á, en
þegar ég var rétt aö enda viö það, var bariö aftur og enn þá
gríðarlegara en í fyrra skiftiö. Eg stóð upp í hægöum minum
og lauk upp stofunni, en gesturinn var þá kominn inn aö
eldhús-dyrum, og var það Anna á Klöpp. Hún hitti móður mína, og
bai1 skjótt upp erindi sitt, svo skjótt sem andardráttarfæri hennar
leyföu þaö, því hún var fjarskalega móð, og leit ut, eins og hún
heföi hlaupið á millum bæjanna í einum spretti. Móðir mín
sagö-ist ekki þora aö lána Bleikálu, og svo væri henni alls ekki reitt
sizt fyrir kvenfólk. »Og sei sei jú,« sagöi Anna. »Mér er sama,
hvaöa trunta þaö er, bara ef ég kemst á þjóöhátíöina. Pabbi
hefir nú reyndar lofaö aö fara sjóveg meö okkur, en okkur
þykir miklu meira gaman aö fara ríÖandi, og þá getum viö
líka oröiö samferöa Bakkafólkinu.« »Ég er hrædd um, aö þú
gætir ekki oröiö neinum samferöa, ef þú riöir Bleikálu«, sagöi móðir
mín. »Ójú! Það er lafhægt að pipra hana upp,« sagöi Anna.
Mér lá við að segja, að það væri aö minsta kosti hægt að pipra

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0242.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free