- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
235

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

235

við eldri leikrit Ibsens. Getur verið, að það sé of mikið sagt. En óhætt er að
full-yrða, að leikrit þetta er í alla staði ágætt rit.

Persónurnar, sem allar eru teknar úr sögu Gísla Súrssonar, eru: i. Þorkelt
Súrsson; 2. Gísli bróðir hans; 3. Þorgrímur ígoði) sonur í’orsteins þorskabits; 4.
Vé-steinn Vésteinsson; 5. Gestur (enn spaki) Oddleifsson; 6. Börkur (enn digri) bróðir
þorgríms; 7. Eyjólfur (enn grá) sonur Þórðar gellis, frændi forgríms og Barkar;
8.—9. Bergur og Helgi synir Vésteins; 10. f’órdis systir forkels og Gísla, fyrst kona
^orgríms og seinna kona Barkar; 11. Ásgerður kona l’orkels; 12. Auður kona
Gísla og systir Vésteins; 13. Guðríður fósturdóttir Gísla og Auðar.

Höf. fylgir vandlega sögunni, að því er lyndiseinkunnir persónanna snertir. Sagan
er í öilum aðalatriðum rétt skilin. Þótt leikrit þetta sé ágætt (að líkindum bezta
leikritið, er tekur efni sitt úr sögum vorum), þá gerir það eigi umbætur á sögunnú
Pað stendur i sporum hennar en eigi feti framar. Slíkt listaverk er sagan sjálí. E11
hvernig vikur því við, að hún hefir slikt listagildi? Pví víkur þannig við, að sagan
er óefað sönn. Persónunum er lýst alveg eins og þær vóru. Sakir þess verða
lyndiseinkunnir þeirra skýrar og eðlilegar.

Leikritið er í 3 þáttum í 1. þætti (Act) er 4 sýningar (Scene). Þær fara allar
fram á Hóli í Haukadal í Dýrafirði: Samtal Asgerðar og Auðar, veizlan á Hóli,
Vésteinn veginn og heygður. í 2. sýningunni breytir höf. allmikið sögunni, og fer
það yfirleitt mjög vel. — í 2. þætti (ári siðar) eru 6 sýningar. Þær fara fram á
Hóli, Sæbóli (næsta bæ við Hól) og þar í grendinni: Porgrímur er veginn 0g heygður,
Gisli og Auður fara i útlegð. Margt er rajög vel sagt í þætti þessum. En höf. lætur
eigi koma nógu skýrt i ljós, að það er einmitt Pórdís, sem kemur vigi forgríms upp
um Gísla. Það hefði mátt sýna betur, hvernig hjúskaparástin til íÞorgríms og
systur-ástin til Gísla börðust um yfirráðin í hjarta hennar. -— I 3. þætti (nokkrum árurn
seinna) eru og 6 sýningar: í 1. sýningu leitar Gisli hjálpar til Þorkels. Porkell er
veginn á ÍÞorskafjarðarþingi. Önnur sýning er viðbót við söguna: Gisli kemur a6
bæ sínum á Hóli um nótt. Par liggur alt í rústum. Hann rifjar upp fyrir sér
liðna tima (í mjög skáldlegu eintali), 3. —6. svning fer fram í Geirþjófsfirði:
Auður vill eigi segja til Gísla, Vésteinssynir leita til systur sinnar, draumar Gisla og
(í seinustu sýningunni) fall Gísla.

2. Annar hluti bókarinnar eru 18 frumort kvæði. Efni þeirra er tekið úr
fornum norrænum og islenzkura sögum. Þar eru kvæði um Sturlu fórðarson, Þórð
kakala , Flugumýrarbrennu, Bolla og Guðrúnu, Gltím Geirason, Eyvind skáldaspilli
o. s. frv. Kvæði þessu eru öll mjög góð og sum ágæt,

3. Þriðji hluti bókarinnar eru þýðingar á nokkrum norrænum og íslenzkum
kvæðum. Par eru þýdd kvæði eftir Sighvat fórðarson, Egil Skallagrímsson,
Har-ald harðráða, Kolbein Tumason o. s. frv. far er og þýdd ein Atlakviða og
samtal Hervarar og Angantýs. Alls eru þýðingarnar 17 að tölu. Þær eru allar vel af
hendi leystar. Miss Barmby hefir verið vel að sér í íslenzku og mjög gott skáld á
enska tungu.

Agætis-kvæði það, som hér fer á eítir, er sýnishorn kvæðanna í bók þessari.

THÓRD THE SHERIFF.

A post is come from our good king, in Norway amid the seas,

To Sheriff Thórd the Sturlung, and bears such words as these:

»Oh, long years have you pined, Sir Thórd, an exile in my hand,

But longer years shall pay for all in your own native land.

»I will give you ready passport across the Iceland Sea,

And set all Iceland under you that you may rule for me.«

Up spake Thórd the Sheriff, as he sat and poured the wine,

»Oh, mickle thanks to our good king that mends this lot of mine!

»For five years have I prayed,« he said, »that I might hence away

And never came there gracious word until this merry day.«

Out spake the grey old steward, sat at the Sherift’s board,

11 This is a sorry day for us if we must lose our lord!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0251.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free