- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
25

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

25

•Bezt mun«, kvað Beli þá hljótt, »aðbáðir við göngum

í hauginn

og eigum við eldsvofu leik«, en aptur þá svaraði Þorsteinn:
»Einn móti einum er lög, og einn skal eg ráðast & fjanda«.
Deildu þeir drjúgum um hríð, hverdólginn áfyrrskyldi

ráða.

Loksins tók hilmir upp hjálm og hlutum í varpaði tveimur.
Hlutur kom Þorsteins upp þá, og þekktist á stjarnbjartri

nóttu;

hratt hann með spjóti upp hurð & haugnum og rjeð

síðan niður.

Hver sá, er frjetti, hvað hann f helmyrkvum bar fyrir ranni,
fölur við feiknstafi þá ei frekar um slíkt myndi spyrja.
Fyrst heyra ræsir vann raul, sem rymdi við forneskjuþula;
þá heyrðist glymjandi gnýr sem gyllu við stálhertir brandar;
þá fylgdi ódæma-org, en eptir það steinshljóð, og Þor-

steinn

bleikur og trylltur ut brauzt, því barizt hann hafði við

dauðann.

Hrínginn á hendi bar þó. »Sá hringur er dýrkeyptur

orðinn,

þ\í aldrigi fyrri á fold eg fölnaði af ótta«, hann mælti.
Draupnir var dýrgripaval og dýrsturum Norðurlönd talinn.

Ðrekinn var Elliði enn, er áttan þeir langfeðgar höfðu.
Seginn það atburður er, að eitt sinn er Vfkingur sigldi
heimleiðis hernaði úr, nær hauðri því, sjálfur er byggði,
sá hann, hvar fleki einn flaut um Qörðinn og mann þar

á standa.

Garplegur gumi sá var og glaðlegur sýndist og ugglaus,
Ijettur og ljúfur á svip, sem leiki sjer alda við sólskin;

2

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0059.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free