- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
55

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

55

en hann er lands vors bezti varnarhrandur,
fái hann hennar!« Fóstri okkar aldinn,
Hildingur með hærur silfurhvitar,
gekk þá fram og fagurlega mælti
í kjarnyrðum, sem kvæðu stæltir hjörvar,
og þá stóð Hálfdán upp úr hávu sæti,
og bað með orðum og með augnafáði,
en ekkert dugði, því að bænir allar
hurfu likt og verkun sólarvarmans,
er vekja freistar líf úr dauðu grjóti,
og 8vipur Helga var sjer sjálfum líkur,
og svellköld neitan gall við beitum bœnum:
»Einn bóndason«, hann sagði meður apotti,
»eg svara virti, en þessum goðgámanni
gef eg aldrei gdðum-borna systur.
Hefurðu’ ei, Þjófur! brotið helgi Baldurs,
og brúði sjeð um nótt í hofi goðsios?
og Ijeztu’ ei myrkrið munað ykkarn hylja?«
»Já eða nei?« þá æpti allur lýður.
»Seg nei, seg nei, vjer svari þínu trúum;
þú sonur Þorsteins, konungssona jafni!
seg nei, vjer fylgjum fast með þínu máli,
og þú skalt eiga Ingibjörgu fögru«.
»Örlög mín á einu orði riða»,
þau andsvör gaf eg, »hræztu þó ei, Helgi!
því hvorki skal eg ljúga mjer út gleði
á jörð nje Valhöll; eg hef systur þína
sjeð og hjalað við í myrkvu hofi,
en helgi Baldurs hef eg aldrei svívirt«.
Eg Qekk ei meira mœlt, því dimmur kurr
á þingi reis, og þeir, sem næst mjer stóðu,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0089.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free