- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
58

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

58

En viti Freyja, það skal þeim ei takast.
Einn vesæll þræll er Við þá torfu bundinn,
sem hann fæddist á, en eg er frjáls
og sjálfráður sem svalur fjajlavindur.
Á dreka minum moldarrekur tvær
frá haugi föður míns og haugi Béla
eg með mjer hef, og fer af/lösturjöröu
þessari; viö þurfum eigi fleira.
Til er, unnusta minl önnur sól,
enn sú er blikar bjer ad baki Jöklum,
og til er himiún heiörikari1 enn þessi
með hýrum stjörnuøi, sem meö reginljóma
skreyta varmasælar sumarnætur,
og skemmta elskendum f eikilundum.
Þorsteinn, faðir minn, á ferðum sínum
víöa kom og sögur einatt sagöi,
er sátum vjer viö langelda á kveldum,
um Grikklands-haf meö ótal grúa eyja,
sem eins og grænir lundar stiga ur sænum;
ríkar þjóöir undu sjer þar áöur,
og heilög goö i hofum fagurreistum;
en nú er allt í auön og grasiö þekur
eyöistigu; grannar liljur spretta
af rúnum þeirn; er ræöa forna speki,
og grannar súlur gnæfa þar á rústum,
sem vínviðurinn vefur grænu skrauti;
og ósáð jörö þar allan gróöa veitir,
sem æskja má, og gullin aidin blika
í viöi þar og vínber rauö á greinum,
sem varir þínar svella af fögrum þroska.
Þar skulum viö, Ingibjörgl oss una

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0092.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free