- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
91

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

91

og brenna óðul sinna þjóna,
og gremju fær mjer grimmd hans örg;
en grein mjer, hvar er Ingibjörg?«
»Þau boð eg flyt«, hans fóstri sagði,
»er fölvari gjöra þig í bragöi,
því Hringur kom með hótin dimm
og hafði mót einum skildi fimm.
í Dísardal varð darrafundur,
svo dreyraöldur fjellu’ um grundu;
að gömlum vanda Hálfdán hló,
en hjörs meö drengskap neytti þó;
eg skildi hjelt fyr mildings megi,
og mikið lærði’ hann á þeim degi,
en leikur þó svo lykta vann,
að lofðung Helgi’ á flótta rann;
á veginum heim úr vígrasennu
hann valda náði Framnes-brennu.
En Hringur bræðrum svör þau sendi
að selja Ingibjörgu’ af hendi
aö sættum fyrir svívírðing
eða selja líf og ríki Hring.
Þeir brœður játtu boðum þeim,
og brúðurin fylgdi skjöldung heim«.

»Þú fláráð mær!« var Friðþjófs svar,
»in fyrsta hugsan Loka var
in slæga lygi; í meyjarmynd
í mannheim sendi’ hann flærðarkind;
með helblám augum, tára táli,
hún tælir, freistar, veldur brjáli;
ur vindi’ er hennar vesöl tryggð,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0125.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free