Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Allt, sem hún gat gefið var
afþakk-að af manninum, sem hún hefði með
gleði lagt lifið í sölurnar fyrir.
Þessi staðreynd lamaði hana —
hún sá andlit mannsins i gegnum
eldþoku, sem sveið hjarta hennar.
Þetta var hraeðilegt, það var
næst-um ótrúlegt, en þó sannleikur.
Gat Bruee Gregory ekki hafa
fundið til sömu tilfinninga og höfðu
heltekið hana frá því hún leit
hann fyrst augum? Hún horfði í
augu honum og sá, að allt sem hann
hafði sagt var satt.
Varir hennar hvítnuðu og í
aug-unum kviknaði eldur, sem gerði
hana tryllta, gerði hana að
tígris-dýri. Alla ævi hafði hún ákveðið
hverjir skyldu liflátast hér á
Lava-He.
Hún sagði drafandi röddu og
horfði á hann:
„Þú ert samt sem áður sá, sem
guðirnir hafa útnefnt og fólkið
hef-ur kjörið, til þess að drottna hér og
sitja að völdum ásamt mér. Vogar
þú þér að brjóta í bág við lög
guð-anna?"
„Eg trúi ekki á þína guði, Vao",
sagði hann hreinskilnislega og
ró-lega.
Hún dró andann djúpt og leit á
hann efagjarn. Svo lygndi hún
aft-ur augunum og sagði hárri röddu:
„Guðirnir geta drepið þig", sagði
hún. Og þegar hún sá að hann
brosti, gekk hún nær honum og
sagði með samanbitnar tennur í
ofsabræði: „Eg get látið drepa þig,
Bruce Gregory! Eg get látið þig
21 H EIMTLISRITIÐ
deyja hryllilegum dauðdaga,
hrylli-legri en þér getur til hugar komið.
Ef ég aðeins segi eitt orð, munu
menn minir handtaka þig."
Rödd hennar lækkaði og varð að
nístandi hvísli: „Á ég að segja
orð-ið?"
í frumstæðu tryllingslegu andliti
hennar las Bruce hættuna, hættuna,
sem yfir honum vofði af hendi
konu, sem hafði verið smáð,
drottn-ingar, sem mætti mótstöðu. Og
vegna Dolores bældi hann niður
brennandi löngun sina til þess að
þrjózkast og sagði: „Gefðu mér
frest, Vao — veittu mér frest
þang-að til á morgun."
Vao gekk eitt ’skref aftur á bak
og úr augum hennar hvarf hinn
grimmúðlegi eldur. Hún sagði
ró-lega:
„Jæja, þangað til á morgun.
Sendu Make-ci-ia til mín á morgun
og svaraðu með einu einasta orði:
Líf — eða dauði."
Hún horfði ofurlitla stund
alúð-lega í augu hans og hann gat ekki
litið undan hinum dáleiðandi
grá-grænu augum hennar. Svo leit hún
niður og gekk hægum skrefum
eft-ir flauelsmjúkum grassverðinum í
áttina til hallarinnar.
Og Bruce Gregory, starði yfir
öld-ur úthafsins, sem vögguðust hægt
og bliðlega. Hann stóð kyrr
stund-arkorn og tautaði með sjálfum sér:
„Þangað til á morgun — það þýðir
það, að við verðum að komast í
burtu héðan í nótt — hvernig sem
það má takast."
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>