- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M3:44

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Helgidómur

T-vAÐ var sunnudagur. Loftið
* angaði af vaxandi vorblómum
mót sól í sunnanblae.

Eg stóð við opinn gluggann og
andaði djúpt. Kanarífuglinn
henn-ar Klöru systur fór allt í einu að
syngja og söng alla fegurstu
söngv-ana, sem hann kunni. Eg réði mér
ekki fyrir gleði.

Sönn saga

— Ef til vill er þetta fyrirboði,
hugsaði ég áköf. Var þetta
vorboð-inn minn?

Dyrabjallan hringdi skömmu
síð-ar. Eg flaug næstum því til dyra
og opnaði hurðina upp á gátt. Eg
var sannfærð um, að hver svo sem
úti fyrir væri, þá hlyti hann að vera
sendiboði vorsins.

Það var karlmaður, hár og
úti-tekinn, með stórar sólbrenndar
hendur.

— Er það Susan? spurði hann
lít-ið eitt rámraddaður. Susan Rader?

Mér fannst sortna fyrir sólu stund-

arkorn á meðan ég studdi mig þarna
við hurðina og starði á hann.

— Já, hvíslaði ég. Og þetta er Joel
hennar Klöru.

Eg gat ekki komið upp fleiri
orð-um. Við stóðum hvort andspænis
öðru. Þetta var í fyrsta sinn sem við
sáumst. En á milli okkar var heimur
sorgar og kvala.

Þó gátum við varla kallast
ókunn-ug. Mér fannst ég þekkja hann
bet-ur en nokkra aðra lifandi veru.
Syst-ir mín hafði talað um hann svo
mán-uðum skipti. Hún hafði lesið bréfin
hans upphátt, bréf, sem voru
þrung-in af ást til hennar, áformum hans
og skýjaborgum um framtíð þeirra.
Karla hafði skapað í huga mér mynd
af honum sem líktist honum mjög.
Dökkjarpt hár, þróttmikið andlit,
útitekið og fjörlegt, breiðar og
dökk-ar augnabrúnir, dimmblá heillandi
augu. Þessi mynd hafði greypst í
hug minn við samræður okkar Körlu
um hann.

Karla hafði fyrst farið að tala um
hann, þegar hún kom frá Florida.
Hún átti tæplega nógu fögur og

44



H EIMTLISRITIÐ

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0046.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free