- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M4:31

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

að hafa móttökurnar sem
glæsi-legastar. Kjúklingar voru
keypt-ir, af þvi að frú Dreves mundi
eftir þvi, iað það hafði verið
eftir-lætismatur Angelo. Hann átti að
fá gestaherbergið á móti suðri.
Það var bæði sólríkt og þar var
útsýn yfir fjörðinn,

Þegar leið að þessum tima, er
Angelo og fjölskylda hans var
væntanleg, var allt á þönmn i
húsinu, kjúklingarnir steiktir og
gólf voru hvítskúruð.

Þegar lagt hafði verið á borð
og Drevesfjölskyldan beið
óþol-inmóð eftir frændfólki sínu.
sagði frú Dreves:

— Ég er hræddust um að hann
hafi lent á rangri hillu í lífinu,
Angelo er ekki kaupsýslumaður.
Hann getur ekki verið
harðdræg-ur og ég held, að honum sé
ó-mögulegt að græða á öðrum.
Hann á að vera í sólskininu, þar
sem hann getur gert allt fyrir
alla. Það er eðli hans. (

Bill heyrðist stanza og
fjöl-skyldan þyrftist út i gluggana
Fyrir utan stóð spegilgljáandi og
nýr, ljósleitur fólksbíll. Miðaidra
og tízkuklæddur maður sté út úr
framsætinu og aðstoðaði
fagur-lega klædda konu út. Lítil telpa.
sem var klædd eins og
skraut-brúða hentist út úr bilnum með
kött, myndabók og fiðlukassa í
fanginu. Og unglingur með
stór-eflis saxofón i hendinni rak
lest-ina.

— Hvað er þétta eiginlega?
stundi frú Dreves.

— Það er engu líkara en að
það séu aumingjarnir, sagði Nína
með háðshreim í röddirmi.

— Mundu nú að vera kurteis
Nina mín, sagði mamma hennar
ávitandi.

— Ég vildi að ég væri með
múrstein, hvíslaði Nina að Bassa

Móttökurnar lýstu sér i
faðm-lögum, kossum, saxofón- og
fiðlu-tónum og tízkufötum.

— Sylvía! hrópaði Angelo
Komdu Sylvia mín og kysstu
ó-hamingjusama bróður þinn!

— Elsku bezti drengurinn
minn, andvarpaði frú Dreves.
Hvernig var hægt að sýna þér
svona mikil rangindi!

— Mér var sparkað út eins og
hundi! En ég lét þá heyra það,
þvi skal ég lofa ykkur. Þið hefðuð
átt að sjá framan í
yfirforstjór-ann þegar ég var búinn að spjaJla
við hann. Nei hvað Letty er
orð-in falleg. Af hverju hefurðu ekki
gefið leiklistinni kost á þér?

— Ég fór með leikflokki um
landið i nokkra mánuði, sagði
Letty. En svo móðgaðist ég við
konu forstjórans....

— Nei, og þarna er Bassi, er
það ekki? Þið eruð eins og
móð-urfólk ykkar endurborið. En
lit-ið þið bara á hvað Bassi og Tom
eru líkir. Þeir spila meira að
segja báðir á saxofón. Og þ*tta
er Nina, er það ekki? Þið Alice
eruð alls ekki mjög ólikar. En
þig vantar fjörið í augun, sem
Alice hefur.

— Veslings Nina er 1 slæmu

HEIMILISRITIÐ

31

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0101.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free