- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M4:32

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

skapi núna, sagði miamma
henn-ar. Hún var einmitt að rifta
trú-lofun sinni.

Allir litu til Ninu.

— Við álitum, að það vœri
henni fyrir beztu, sagði frú
Drev-es, Brent er ágætis rnaður, en
hann er alls ekki fær um að sjá
fyrir Nínu, eins og hún er vön
að hafa það gott. Svo er hún líka
svo ung ennþá!

— Ég er nú orðin tuttugu og
sex ára gömul, sagði Nína
þótta-full.

— Hm, já, það er nú ekki vert
að gifta sig án umhugsunar, sagði
Angelo, sem sjálfur hafði gifzt
konu sinni viku eftir að þau
sá-ust. Hvað hjónabandið snertir, er
um að gera að vera varkár. Já,
þetta er alveg satt. Þvi lengur
sem ég horfi á Nínu, því betur
sé ég hvað hún er lík Alice!

Alice leit skáhalt til Ninui.
Hún var framhleypin á svip
og augu hennar höfðu
sérkenni-legan dimmbláan lit. Hún
hvísl-aði að Nmu:

— Láttu þér þau alveg á sama
standa. Þú skalt bara giftast
honum! Losaðu þig á meðan þú
getur! Hún leit til pabba síns. Ég
er alveg dauðhrædd við, að ég
losm aldrei við jþann gamla.

Nína brosti ósjálfrátt og kyssti
á enni barnsins, Svo fór hún með
henni fram í eldhús, til þess að
gefa kettinum mjólk.

Angelo leit í kring um sig og
sagði:

— Er þetta ekki húsið, sem

þú fluttir inn í þegar þú giftist.
Sylvia? Það er orðið gamaldags.
Þið ættuð að sjá húsið mitt. Ég
fékk það fyrir lítið verð af því að
byggingarmeistarinn, sem byggði
það, er kunningi minn. Ég skal
segja ykkur það, að Henry
Mell-er var stórhrifinn af því. Já vel
á mmnst. Við vorum hjá Meller í
nótt. Hann lítur ágætlega út og
konan hans er dásamleg.

— Áttu við Henry Meller, þann
sem grætt hefur mest á
timbur-verzlun? spurðu frú Dreves.

— Já, já, Hann hafði viðskipti
við fyrirtækið, sem ég vann hjá.
Prýðismaður. Hann hefur fallega
tenórrödd. Ég er viss að þú yrðir
strax skotin i honum, Sylviaí
Við höfðum hvert fyrir sig
her-beri með baði í höllinni hajis í
nótt.

— Konan hans gaf Alice
kjól-inn, sem hún er i, sagði frú
Emma.

— Það ^r líka honum að kenna
að við erum i þessum bíl, sagði
Angelo. Hann útvegaði mér hann
fyrir samai sem elckert hjá manni
sem var í fjárþröng. Hvernig líst
ykkur á bilinn?

— Alveg skínandi, sögðu hin.

— Við getum alls ekki án hans
verið, Við erum svo miklir
far-fuglar, sagði Angelo og hló
hrossahlátri.

Svo var gengið til borðs.

— Kjúklingar! hrópaði Angelo
hrifinn. Ég veit ekki hvað er
orð-ið langt síðan ég hef smakkað þá.

— Sex tímar sagði kona hans.

32

HEIMiILISRITIÐ

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0102.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free