- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M4:42

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

lémagna af þreytu, bæði andlega
og líkamlega.

Hún kannaðist vel við Ashley,
eins^ og allir sem lásu blöðin í
Hollywood. Hans var oftast getið
sem „milljónamæringsins".

„kappsigiingamannsins", eða

„hins velþekkta piparsveins".
Flestir töluðu um hann sem
„bezta náunga", en sumar
tung-ur töldu hann vera
,,höfðingja-sleikju". Jolette hafði nokkrum
sinnum séð myndir af honum í
blöðum, en þær voru mjög
fegr-aðar. Henni geðjaðist ekki að
honum, og þó að ekki hefði verið
nema vegna þess, að hann átti
bilinn, gat hún naumast hugsað
sér að fara með þeim. En hún
hugsaði sig þó um. Myndi hún
ekki einmitt leiða meiri grun að
sér, ef hún neitaði að aka með
þeim, án þess að veita þeim
trú-lega afsökun?

Hún sagði með hálfum huga:

„Það nær ekki nokkurri átt
að þið farið að snúa við. Þið
ætlið að fara að skemmta
yiöt-ur".

,,ISinhver hefur sagt mér, að
„lífið væri auðveldara, ef skemmt.
anirnar vœru færri en nú", og
þannig lít ég á málið", sagði
Belden „ef hægt er þá að nefna
næturklúbbalif skemmtun. Ertu
ekki á sama máli Ash?"

„Auðvitað, fyrst við höfum hitt
fröken — froken — ?" Ashley
beið eftir, að hún segði nafn
sitt.

Jolette hugsaði sig um. Eftir

42

lát Oswalds hafði hún eitga
möguleika til þess að leika hjá
Perfectionfélaginu. Irma Rimaldi
myndi alls ekki hjálpa henni meir
en hún þegar hafði gert. Eina
von hennar nú var sú, að henni
tækist að komast burt úr
Holly-wood — heim, eða eitthvert
annað. Sennilega myndi hún
aldrei sjá þessa menn aftur. Það
gat ekkert sakað þó að hún segði
þeim rangt til nafns.

,,Robinson", sagði hún. „Janet
Robinson".

,,Já, fröken Robinson", sagði
Baynes Ashley. „Okkur sir
Jimmy Belden finnst það miklu
meiri ánægja að aka yður heim,
en að fara í „Káetu
sjóræningj-ans", án yðar".

Jolette leit á Belden og sá, aið
hann hafði vanþóknun á þvaðri
Ashleys,

„Og hvar er svo „heim"?"
hélt Ashley áfram.

Jolette bjó í litlu gistihúsi við
hliðargötu í Hollywoodborg. Það
gæti verið hættulegt að gefa
upp raaigt heimilisfang, þvi að
ef til vill myndi Ashley líta við,
til þess að athuga, hvort „fröken
Robinson" reyndi ekki að Læðast
í burtu, þaðan, sem hún færi út
úr bilnum.

Belden hjálpaði henni inn í
bilinn. Sjálfur settist hann í
framsætið hjá Ashley. Hún vissi
að hann gerði það hennar vegna,
en ekki af því að hann hefði
ekki löngun til þess að sitja við
hlið fallegrar stúlku á leiðinni.

HEIMILISRITIÐ 16

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0112.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free