- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M4:43

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Henni féll þetta vel. Og yfirleitt
var hún hrifin af honum, þó að
hún hefði hinsvegar helzt viljað
að þau hefðu ekki sézt og sæjust
ekki framar.

Þau töluðust litið við á
leið-inni. Ashley sagði eitt og eitt orð
á stangli, en Belden þagði. Hún
þóttist skilja, að hann hefði grim
inn að hún væri áhyggjufull og
vildi þvi lofa henni að vera í
friði.

Loksins komu þeir að húsinn,
sem hún jjafði sagzt búa í.
As-hley stanzaði lúxusbíl sinn. Þá
mimdi Jolette allt i einu eftir
þvi, að hún var ekki með
úti-dyralykilinn. Hann var í
tösk-unni hennar, í vasa
kvöldkápunn-ar, sem hékk í anddyri
hryllileg-asta, en þó fegursta hússins, sem
hún hefði nokkru sinni komið
inn í.

5- kapítuli.

,,Eruð þér með lykil?" spurði
Belden, sem hafði stigið út til
þess að opna bílhurðina fyrir
heiuú.

„Já, ég var með hann, en ég

— skildi hann eftir — ég á við

— ég hef týnt honum",
stam-aði Jolette. ,

Þeir skildu báðir, að hún hefði
ekki getað farið út úr þessu
heið-virða gistihúsi, án þess að vera í
kápu. Og þeir vissu ennfremur,
að lykillinn var þar sem kápan
var. Belden flýtti sér að segja:

,,Við skulum athuga, hvort
dyrnar eru opnar. Ef svo er ekki,

6 HEIMILISRITIÐ 113

verðum við að hringja
dyrabjöll-unni".

„Ég held ekki", sagði Jolette.
Henni þjmgdi fyrir brjósti af
öll-um þeim ósköpum, sem ætluðu
að dynja yfir hana þetta kvöld.

Veitingakonan frú Brown, var
ekki sérlega hrifin af henni.
Mað-urinn hennar, Brown,, hafði verið
full elskulegur við Jolette,
þang-að til hann fékk á baukinn. Þá
snerust þau bæði gegn henni,
meðal annars af þvi, hversu
bág-ur fjárhagur hennar var. Frú
Brown beið raunverulega eftir
tækifæri, til þess að vísa henni
á dyr, og Jolette óttaðist, að þessi
atburður myndi setja
endahnút-inn á það. Ef frúin kæmi sjálf til
dyra, væri ekkert óliklegra, en
að hún nefndi nafn hennar; þá
myndi Janet Robinson verða
af-hjúpuð.

Jolette gekk í gegnum lítinn
garð, að húsinu, í fylgd með
Beld-en.

vÉg skal hringja, sagði hann.

Jolette leit til hans
bænaraug-um og sagði:

,,Þér hafið verið mér svo góður
í kvöld. Viljið þér ekki gera mér
enn einn greiða?"

Hún talaði lágt til þess að
Ash-ley heyrði ekki orð hennar.

,,Viljið þér fara núna og láta
mig eina um þetta. Sjáið þér
líka um að Ashley keyri burtu.
Ég hef mínar ástæður".

„Auðvitað geri ég þa<5, ef þér
óskið þess". En helzt kysi ég að

j

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0113.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free