- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M4:56

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

þér hugsað yður að koma út með
mér og njóta veðursins? —
Svona — nú er ég loksins búinn
að segja það!

Hún hló aftur — silfurtærum
hlátri.

— En þér hafið ekki hugmynd
um, hver ég er, sagði hún.

— Þér eruð draumadísin,
hvísl-aði ég.

— En ég veit ekki hver þér
eruð, herra — Skakkt númer.
sagði hún.

Ég kynnti mig — og
árangur-inn var undraverður.

— Þér eruð þó ekki sá Dunn..
sem skrifa^ smásögur.

—Jú, sagði ég og roðnaði,

— Ja, hérna! Og þér símið, til
mín! Ég hélt að öll skáld væru
magaveikir háðfuglar.

— Ekki ég, sagði ég. —
Ætl-ið þér að þiggja boð mitt?

— Auðvitað, sagði hún. Það
er mér sérstök ánægja.

— Hvert á ég að koma, sagði
ég titrandi af eftirvæntingu.

— Túlipantorg 4.

— Ég kem undir eins, sagði
ég.

Ég ók af stað í litla bilnum
minum. Húsið, sem hún átti
heima í var nýtt og með stórum
gluggum og dýrindis súlum, Ég
þeytti bilhornið fyrir utan og —
hún kom. Hún v.ar að öllu leyti
eins og ég frekast gat óskað.
gullhærð, léttstig sem hind og
glaðleg eins og dansandi
sólar-geisli. Hún gekk til mín.

Á eftir henni röltu seytján

smábörn i bláum einkennisbún-

Ég stirðnaði.

Hún tók í hönd mér og þrýsti
hana.

— Herra Dunn, sagði hún. Þér
getið ekki ímyndað yður hvað
við erum þakklát yður fyrir boð
yðar. Og hvernig þér fóruð að
þvi!

— En.. .

— Það er ekki oft, sem maður
hittir menn, sem nenna að fara
með börnin á barnaheimilinu
eitt-hvað út úr bænum, En það er
hægt að sjá það á yður að þér
eruð góðgerðarsamur,

— Hvert eigum við að fara?

— O, til dæmis i dýragarðinn.
En þér megið fyrir alla muni
ekki gefa krökkunum of mikið at’
rjómakó’kum.

— Jæja þá, sagði ég. Við
skul-um þá leggja af stað.

— Ég fer með krakkana í
stór-um ferðamannavagni. Þér skuluð
nota bílinn minn.

— Ég get því miður ekki farið.
sagði hún með geislandi
su^ar-brosi á vörum. Ég á vakt og má
ekki yfirgefa húsið lengur. Ég sé
það á yður- að þér eruð fær um
að áþyrgjast börnin. Hafði þið
heyrt það krakkar? Þið eigið að
fá að fara í dýragarðinn n;eö
Denis Dunn. Mér íinnst að þið
ættuð að hrópa húrra fyrir
hon-um. .

Og hún gekk upp tr.ippurnar
og inn í barnaheimilið, meðan
krakkarnir hrópuðu þrisvar
sinn-um seytján húrra fyrir mér.

56

HEIMILISRITIÐ 16

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0126.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free