- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M5:10

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

hennar. Hvað átti hún. að gera, til
þess að þurfa ekki að svara
AI-an, á meðan Jim væri hjá henni?
Hún tók símaskrána, lagði hana
á simann og tólið þar ofan á.
Hún átti ekki nema úr hálftíma
að spila.

„Eitthvað finnst mér
dular-fullt við þessa trúlofun", sagði
Jim. „Fyrir nú utan
aldursmun-inn, fíá held ég að hann sé ekki
við þitt hæfi".

„Engin þriðja persóna skilur
hvers vegna karl og kona
elsk-ast", sagði Jane.

Hún heyrði Alice koma niður
stigann. Alice gægðist inn um
dyrnar og sagði:

,.Afsakið að ég trufla, en mig
vantar blýant".

Hún fann blýantinn og fór.
Á leiðinni % í gegnum anddyrið
stanzaði hún og hrópaði
hástöf-um;

„Þú hefur skilið heyrnartólið
eftir uppi".

„Lagaðu það, elskan", sagði
Jane.

Hún heyrði að Alice fór upp.

„En þú elskar alls ekki
þenn-an mann".

„Nei", sagði Jane, „ég elska
hann ekki".

Þetta kom honum á óvart.
Hann rétti úr bakinu og horfði á
hana.

„Þetta líkar mér", sagði hann.
,,Nú er-tu lik stúlkunni, sem þú
getur verið, ef þú vilt. Nú ertu
einlæg".

Jane fann tárin koma í augna-

krókana, af þvi að haun hafði
hrósað henni. Og þá hringdi
sím-inn.

Það var frú Dudley Walker.
Hún spurði Jane, hvort hún gæti
ekki tekið tvo liðsforingja í
leið-inni á stöðina. Þeir færu með
lestinni kl. 9,42. Jane sagðist
ekki geta það. Frúin spurði hana
þá, hvtort hún þyrfti ekki að ná
sömu lest. Jane játti því og
skellti tólinu á. Hún þorði ekki
að hafa tólið uppi. Alice var vis
til að finna einhverja afsökun til
þess að geta komið niður og taka
eftir þvi.

„Hvers vegna gerðirðu þetta
þá?" spurði Jim, þegar hún var
setzt aftur í sófann.

„Ég veit það ekki?" svaraði
Jane.

„Ég get getið mér þess til"
sagði Jim. „Svo virðist sem sá
tími komi á æviferli sérhverrar
stúlku, sem veit að hún er
heillandi í augum karlmanna, að
hana langar til þess að komast
að raun um, hvort hún getur
krækt í roskinh mann. Þú kamst
ekki lijá því að reyna þetta. Og
nú er svo komið, að þú viilt ekki
vera einlæg við hann".

„.Það er óskemmtilegt að segja
honum, að ég geti ekki gifzt
honum".

,.Og þessvegna særðirðu pabba
þinn, til þess að bjóða mér
hing-að. Þú hélzt að {:ú gætir íælt mig
aftur, og svo þegar Alan færi að
gera athugasemdir, þá ætlaðir
þú að koma af stað rifrildi og

10

H EIMTLISRITIÐ

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0148.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free