- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M5:18

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

öllu virtist vera hagað á hinn
bezta hátt, lífinu var lifað til
fulls og tíminn leið.

Af og til voru auðvitað
mót-læti, vonbrigði og sorgir, en þeim
var tekið með jafnaðargeði og
jafnvel fyrirlitningu. Slíkt
virt-ist ekki snerta lífið, engin vinna,.
ekkert sem kallaði að, ekkert
sem krafðist áreynzlu, einungis
félagslegar skemmtanir og leikir.
í tuttugu ár sáust engin ógnandi
ský á himni Cahawbaborgar.
Auð-æfi- og áhrif borgarinnar jukust
endalaust, að þvi er virtist.
Kór-ónan á allt saman var
járnbraut-arlagningin til borgarinnar, en
skommu síðar brauzt striðið út,
borgarastyrjöldin milli
Norður-rikjanna og Suðiirríkjanna.–

Veizlurnar voru á en’da, en
al-varan tók nú við. Karlmenn
borg-arinnar mynduðu skyttuherfylki.
sem hélt heræfingar frá morgni
til kvölds. Þegar herfylkið
yfir-gaf borgina, hafði það fána í
farabroddi, sem var gegnvættur
af tárum. Þessi fáni blakti á
flestum orrustuvöllum
borgara-styrjaldarinnar.

Cahawba-hermennirnir voru
hugrakkir, og aðeins lítill hluti
þeirra kom aftur að stríðinu
loknu — fánalaus, því að
óvin-irnir höfðu hertekið lierfánann.
Stríðið olli hinum mestu
hörm-ungum í borginni.
Vörugeymslu-húsin tæmdust fljótlega af vörum
og fylltust bláklæddum
hermönn-um. Nú voru ekki lengur haldin
böll i hinum skrautlegu sölum ráð

hússins, heldur dvöldu þar
særð-ir og örkumla hermerm. Illgresið
dafnaði í skrúðgörðnnum og verka
fólkið var allt horfið á braut —
konurnar, sem áður klæddust
dýrindis pelli og purpura sátu nú
í slitnum og snjáðum fötum,
kinnfiskasognar og teknar til
augnanna, önnum kafnax við að
vefja upp sárabindi. Þær urðu
sjálfar að virLna allt, sem vinna
þurfti, með hinum hvítu og nettu
höndum sínum.

Mánuð eftir mánuð nálgaðist
víglínan óðum. Hin vel víggirta
nágrannaborg, Selma, var
tek-in með áhlaupi og sókninni
síð-an beint að Cahawba. Konurnar
tæmdu kjallarana-, með tár í
aug-um og grófu skartgripi og
pen-inga í hriktandi jörðina.
Dýrgrip-irnir voru öruggir, en borgin féll,

Óhreinir og lúsugir Norðurríkja
hermenn fylltu skrautsali hinna
glæsilegu borgarhalla, þar sem
þingmerm og aðrir hefðarmenn
þjóðarinnar voru áður gestir og
hafði þótt heiður af. í>að var í
einum þessara stóru sala, þar
sem skrjáf silkikjólanna og
ilm-vatnslykt hinna fögru kvenna
virtist eima í loftinu, að
hers-höfðingjarnir Wilson og Forrest
hittust, til þess að semja um
fangaskipti.

Stríðinu lauk, en gullöld
Cah-awba var á enda. Fullkomin
tor-tíming beið borgarinnar. Vart
höfðu Norðurríkjahermennirnir
yfirgefið hallarsalina og haldið
heimleiðis, er blöð gömlu eikar-

18

H EIMTLISRITIÐ

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0156.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free