- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M5:17

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

’leg gestrisni — hvergi i
Suður-rikjunum mun hafa verið eins
mikið um dýrðir og í Cahawba.

Borgin var á hátindi frægðar
sinnar og ljóma í kring um árið
1850. Máninn varpaði hinni fölu
og sefjandi birtu sinni yfir
borg-arbúana og blés þeim i brjóst
ólæknandi ást á óhófi og vellíðan
— lífi án starfs — nautnasömu
iðjuleysi, án verðskuldunar. Þar
var engin miðstétt til, einungis
fjölskyldur stórlátra og
virðu-legra ekrueigenda og auðugra
stórkaupmanna, og svo þrælar.

Skapg’erðin var ekki þroskuð
með vinnu — ástríðurnar
bloss-uðu upp og voru slökktar aftur
eins og í leik — og þó nálgaðist
sá timi., er bæði skapgerð og
á-stríður kæmust í eldraun
and-streymisins. Veizlurnar voru
haldnar, dansinn dunaði og
glös-um var klingt. Menn glöddust
yf-ir gömlu eikinni og hinum
fjöl-mörgu lindum, sem runnu krist ■
alstsprar og glaðværar um
borg-ina. Lindir þessar urðu frægar
fyrir fegurð, og ferðamenn flykkt
ust að borginni, til þess að dást
að þeim og sjá og njóta annarra
dásemda þessarar dýrlegu
borg-ar.

Cahawbabúar voru hreyknir af
byggingum sinum, ekki sízt
stjórnarráðshöllinni. Hinn æðri
kvennaskóli borgarinnar var
einn-ig til húsa í veglegrl höll og
þang-að sóttu ríkismannadætur
Suður-ríkjanna menntun sína. Bókasafn
borgarinnar var einnig nafntogað

og eins rannsóknarstofan. Borgin
hafði aflað sér á ný slikra valda
og virðingar, að þótt hún væri
ekki lengur höfuðborg rikisins í
orði, þá var hún það að mörgu
leyti á borði.

Þekktir lögmennt þingmenn og
kaupsýslumenn fóru til Cahawba
til fundarhalda og samningagerða
því að borgin lá vel við
samgöng-um, og þar þurfti ekki að kvíða
leiðindum. Ekrueigendur komu
víðsvegar frá til þess að hitta
ættingja og vini, til þess að kaupa
og selja þræla og til þess
yfir-leitt að njóta lifsins. Allir sem
bjuggu fyrir norðan eða vestan
borgina, og ætluðu til hinnar
stóru liafnarborgar Mobile, höfðu
Cahawba sem viðkomustað. Og
oft fannst gestunum lifið svo
þægilegt þar, að þeir fóru hreint
og beint ekki þaðaji aftur.

Unga kynslóð borgarinnar varð
löt og smáhuga. Þaö eina sem
unga fólkið virtist hafa áhuga á.
var veiðimennska og
skemmt-analif. En gestrisni borgarinnar
var höfð á orði í öllum
Suður-rikjunum.

Á þessum árum voru
borgar-búar hamingjusamir og ánægðir.
Akrar og garðai- blómstruðu
maís og baðmull veitti gnægð fjár
og alla vinnu inntu svartir
þræl-ar af hendi. Hinir hvitu vöknuðr
á morgnana við ilminn af
rjúk-andi kaífi, volg böð og þjóna.
sem stóðu reiðubúnir til þess að
aðstoða þá við að klæða sig.
Dag-uiinn leið í lystisemdum og gleði

HEIM3LISRITID

17

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0155.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free