- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M5:32

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

„O. ... hann var mjög
gamal-dags í hugsun, og hairn hefði
’álitið þa<3 mikinn, æruhnekki"J
sagði lögregluþjónninn.

Þegar French var orðinn einn
vonaði hann með sjálfum sér að
heyra ekki framar taiað um
þenn-an atburð. Hann gat vel skilið.
að sjálfsmorð þessa þekkta
manns væri athyglisverð frétt í
jafnlitlum kaupstað og Saltover.

En þetta fór á aðra leið en
hann vonaði.

Hann sat fyrir framan húsið
og baðaði sig í sólskininu, þegar
bíll staðnæmdist skammt frá
honum. ökumaðurinn kvaðst vera
bílstjóri Lady Goodliffe, og
spurði hvort það væri French
yfirlögregluþjónn, sem hann
tal-aði við.

„Ég átti að bera kveðju frá
frúnni", hélt hann áfram, — "og
skila til yðar, að hún væri yður
mjög þakklát, ef þér hefðuð tíma
til að tala við hana öii’á orð.
Hún er úti i bilnum".

French gekk að bílnum.

Lady Goodliffe var óvenju
frið kona. Hann varð viss um
að venjuiega væri hún höfðingleg
og stillileg í framkomu, en þessa
stundina var hún í mjög æstu
skapi og gleymdi öllum
hefðar-venjum. Hún hallaði sér fram í
sætinu og talaði hratt.

„Ég frétti að þér dvelduð hér
í sumarfríinu. Og mér fannst ég
verða að tala við yður .... ég
verð að grípa hvert tækifæri".

Nú fyrst fór French að fá
dálítinn áhuga á málinu. — Hún
var óvenju aðlaðandi kvenmaður.
Hann vildi gera allt sem í hans
valdi stóð, til að aðstoða hana.

,,Ég er mjög illa stödd", sagði
hún. — „Þessí óttalegi atburður
.... Þér hafið heyrt um það —

maðurinn minn ...... hafið þér

heyrt slúðursögurnar?"

French hristi höfuðið.

„Fólk segir .... já, í
hrein-skiini sagt andstyggilegar sögur

...... um mig — að þetta hafi

verið mér að kenna. Það er sagt
að við Pettegrew séum of
mik-ið saman — og maðurinn minn
hafi tekið sér það svo nærri, að
hann stytti sér aldur. En ég
sver, að það er ekki eitt orð
satt í þessum söguburði".

„Hvað viljið þér að ég geri?"
spurði French.

„Mig langar til þess að biðja
yður um að rannsaka hina
raun-verulegu sögu sjálfsmórðsins"
sagði hún alvörugefin. „Ég get
fullvissað yður um, að það er
ekkert hæft í þessum sögum sem
ganga um okkur Pettegrew. Hann
var kunningi okkar hjónanna,
’ Hjónabandið var í alla staði hið
ákjósanlegasta. Ætlið þér að
reyna að hjálpa mér?"

French hristi höfuðið.

„Því miður er mér það
ómögu-legt. Ég er ekki minn eigin
húsbóndi, heldur er ég í þjónustu
Scotland Yard. Lögreglan hér
mim gera allt, sem nauðsyn
kref-ur. Þér skuluð tala við Headley.

32

H EIMTLISRITIÐ

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0170.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free