- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M5:33

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Harm hjálpaj- yður áreiðanlega",
„Ég er búin að tala við hairn".
sagði hún vandræðalega. „En
það var auðséð að hann trúði
mér ekki. Ég varð svo ánægð
þegar ég frétti að þér væruð
hérna, Ég treysti á yðar aðstoð

French var kurteis en
óbifan-legur, og skömmu síðar ók hún
vonsvikin burtu. Hann vorkenndi
henni og vildi feginn mega hjálpa
henni.

Tuttugu minútum siðar kom
Headley við hjá honum í leiðinni
frá höllinni. French sagði honum
frá samtalinu-

„Já, hún talaði lika við mig".
svaraði Headley. „Hún heldur
að eitthvað hafi valdið
sjálfs-morðinu, sem okkur er ekki kunn
ugt um".

„Hefurðu ekkert fimdið sem
bendir i þá átt?"

„Nei, alls ekki. En heyrið þér.
Fyrst þér eruð nú staddur hér.
þá ættuð þér að labba með
upp-eftir og líta á höllina. Auðvitað
ekki í embættisnafni. Hinn
lög-regluþjónninn hérna er sammála
mér um það, að ef um morð
hefði verið að ræða myndum við
hafa beðið um, að yður yrði
fal-i"\ rannsókn málsins. Eruð þér
mótfallnir þessu?"

French lét að lokum tilleiðast
og nokkru síðar komu þeir að
haliargarðmum, Garðurinn var
vel hirtur og allt bar vott um
auðæfi. Þeir gengu upp í her-

bergið, þar sem sjálfsmorðið
hafði verið framið.

French leit í kringum sig.
Her-bergið var rúmgott með stórum
frönskum glugga út að
garðin-um, við gluggann var stórt
skrif-borð og fyrir framan það lá stóll
á hliðinni.

„Maðurinn sat i þessum stól".
sagði Headley lögregluþjónn.
„Þegar komið var að, lá hann
fram á borðið. Hægri
handlegg-urinn lafði máttlaus og í
hend-inni var skammbyssa. Kúlan fór
í gegnum gagnaugað og blóðið
hafði runnið á skrifborðið.
Ann-að var ekki að sjá athyglisvert.
Hann hefur dáið samstundis. Við
fluttum líkið upp á loft".

„Hvar er vopnið?" spurði
French.

Lögregluþjónninn dró út skúffu
í skrifborðinu.

„Hérna", svaraði hann og tók
upp litla skammbyssu.

French virti byssuna fyrir sér
forvitnislega. Hún var litil og
gyllt að utan. Fimm skot voru
eftir — aðeins einu skoti hafði
verið hleypt af.

„Þetta er falleg og
sérkenni-®leg byssa", sagði French.
„Hvað-an hafði hann hana?"

Headley opnaði aðra skúffu
og rétti French lítið leðurhylki.

„Hann hefur geymt hana í
þessu hylki í mörg ár. Þér sjáið
að hylkið er fyrir tvær
skamm-byssur. En það var aðeins ein í
því".

HEIMILISRITIÐ

33

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0171.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free