- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M5:39

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

til þessa. Yður er kunnugt um
allt, sem þér þurfið að vita, til
þess að rekja rétta slóð og fiima
morðingjann. Það er aðeins eitt
sem yður skortir — sem sé
sann-anirnar til þess að þér getið
handtekið morðingjann. Vitið
þér ekki hver lausn gátunnar er
og hvernig þér getið aflað
nægi-legra sönnunargagna ?’’

Headley hristi höfuðið.

„Þá skal ég hjálpa yður
dáJit-ið", sagði French. „Þér hafið án
efa litinn frið fyrir
fréttaritur-um".

„Já, mig hefur mest langað til
þess, i dag, að geta sprengt þá
alla í loft upp!" sagði Headley.

„Ágætt", sagði French. „En
látið þér þá nú hjálpa yður.
Skýrið þér þeim frá þvi, að
lög-reglan sé sannfærð um, að Sir
Goodliffe hafi ekki framið
sjálfs-morð, en að sannanir skorti.
Seg-ið þeim ennfremur, að liann hafi
ekki verið myrtur með
skamm-byssunni sem fannst í hendi
hans, heldur einhverri annarri.
sem líkist henrd mjög mikið, og
að haldið sé, að sú byssa sé
fal-in i nágrenni hallarinnar, en að
lögreglan muni leáta hennar
snemma næsta morguns. Komið
þeim í skilning um það, að yður
sé mikið í mun að finna
byss-una.... en að það séu auðvitað
litlar líkur til þess að hún
finn-ist.. Skiljið þér, hvað ég á við?"

Heádley brosti út undir eyru.

„Já, nú rennur upp fyrir mér
Ijós. Viðtalið birtist i morgun-

blöðunum — meira þarf ekki —’
Sholto mun lesa um það. En það
er víst samt vissara að hafa vörð
hérna þangað til. Haldið þér það
ekki ?"

„Jú, látið nokkra menn
skipt-ast um það. Okkar tími kemur
ekki fyrr en annað kvöld".

Morgunblöðin fluttu frásögn
Headleys. Verðir voru i felum
nálægt tunnunni allan daginn,, án
þess að verða nokkurs varir. Og
um kvöldið komu þeir French
og Headley og leystu þá af
hólmi.

Þeir voru oftast í skúr, þaðan
sem hægt var að sjá tunnuna og
voru viðbúnir langri bið.
Klukk-an varð níu, tiu og ellefu, án.
þess að þeir yrðu nokkurs varir.
Myrkrið var skollið á, nóttin var
svöl og þegar frá er talið
brim-hljóð í fjarska, var dauðaþögn.
French, sem nú sat í hnipri á
bak við runna, vildi gefa mikið
til að mega kveikja sér i vindli.

„Ussss.... hvað var þetta"

Það mótaði fyrir skugga af
manni við bakhlið hússins.

Hann hreyfðist hægt og
hljóð-lega meðfram veggnum.... í
áttina að tunnunni — nú beygði
hann sig yfir hana — rétti sig
eftir andartak aftur upp og var
í þamn veginn að hverfa sömu
leið......

French hjóp í veg fyrir
ver-una. Hún rak upp lágt óp og
snéri í dauðans ofboði við, en
var þá nærri þotin í fang
Head-leys. French var á hælum henn-

HEIMILISRITIÐ

39

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0177.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free