- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M6:6

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

og mjög holdug, en’ fita hennar
var ekki eins kvapkennd og
lækn-isins. Læknirinn kynnti þau og
sagði svo:

„Þessi maður vill endilega fá
að tala við fröken Gowers".

„Hún er oftast með óráði",
sagði hjúkrunarkonan. „Og þolir
enga geðshræringu".

„Gætuð þér ekki sagt henni
að ég sé hérna", sagði Abner.
„Við getum heyrt svar hennar".
Hjúkrunarkonan leit til
læknis-ins, hikaði litið eitt og skundaði
svo út úr stofunni. Þeir biðu
stundarkorn þögulir.
Hjúkrunar-konan kom fljótlega aftur.

„Hún varð reið", sagði hún.
„Hún spurði, hvern skollan þér
væruð að asnast hingað, án þess
að hún sendi boð, og bað yður
um að skila til forstjórans, að
hann ætti ekki að vera að skipta
sér af því sem honum kæmi
ekk-ert við".

„Það virðist þá vera útilokað",
sagði Abner. „En vilduð þér þá
lofa mér að tala við Dorotheu?"

„Það aumingja barn", tautaði
hjúkrunarkonan.

„Hún lifir eiginlega ekki leng
ur í okkar heimi", sagði
læknir-inn.

„Hvað eigið þér við?"

„Hún er veik á sálinni", sagði
dr. Poole. „ — — Ég annast
vesalings stúlkuna sjálfur af
al-úð og kostgæfni".

„Hafið þér þekkingu til þess
að annast slíkan sjúkdóm?"
spurði Abner hvatlega.

„Hafið þér nokkuð leyfi til

þess að spyrja mig spjörunum
úr?" svaraði læknirinn geðvonzku
lega.

PEIR sem voru í
herberg-inu hrukku við, er háreysti
heyrðist i næsta herbergi, stúlka
heyrðist hrópa: „Ég vil fá að
sjá manneskju!" Ryskingar heyrð
ust og dyrunum var hrundið upp.
Ung og falleg stúlka birtist i
dyrunum, en tveir austurlenzkir
þjónar börðust við að halda
henni.

Áður en Abner gat áttað sig,
stóð hjúkrunarkonan á fætur,
tók fyrir munn stúlkunnar og
hjálpaði þjónunum að drasla
henni i burtu.

„Raunalegt, mjög sorglegt",
sagði læknirinn.

„Sannarlega", sagði Abner.

„Þér skiljið, að það er
Von-laust að tala við stúlkuna, þeg
ar svona stendur á".

„Auðvitað, en væri ekki
við-kunnanlegra vegna þess, hversu
alvarlegt þetta er, að fá annan
læknir til þess að athuga hana?"

„Ég sé enga ástæðu til þess",
svaraði dr. Poole.

ABNER Bow fór síðan til
garðlyrkju-sérfræðingsins.
Hann var við smíðar i skúr á
bak við íbúðarhúsið, en lagði
verkfærin frá sér, þegar hann
sá Abner.

„Ég er að koma úr
kastalan-um", sagði Abner.

„Náðuð þér tali af Dorotheu?"
spurði Boyce ákafur.

6

/’IEIMILISRITIÐ’.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0212.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free