- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M6:7

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

„Ég sá hana rétt sem
snöggv-ast. Hún kom augnablik í Ijós í
dyrunum á lierberginu, sem ég
var i og hrópaði nokkrar
setn-ingar, en það var strax þaggað
niður í henni og farið með hana".

„Eigum við ekki að fara og
láta hart mæta hörðu ?" spurði
Boyce.

„Veiðitíminn er ekki kominn",
sagði Abner. „Við verðum fyrst
að athuga okkar gang. Má ég
dvelja hérna hjá yður?"

„Velkomið".

„Þakka yður fyrir. Þekkið þér
herbergjaskipunina i höllinni?"

„Já, að mestu leyti".

„Prýðilegt. Mig langar
nefni-lega til þess að sjá Huldu
Gow-ers með eigin augum. Við
meg-um ekki flana út i neitt. Fyrst
verðum við að komast að raun
nm það, hvort hún er heilbrigð,
veik eða dauð".

„Við getum læðst þangað í
kvöld. Veðrið er gott og ekkert
tunglskin. Við getum til að byrja
með gengið í bæinn og fengið
okkur einn wisky-slurk".

„Miskunnsami Samverji", sagði
Abner og fylgdi Boyce eftir inn
í íbúðarhúsið.

ÞEGAR myrkrið var skollið
á, héldu þeir í áttina til
hallarinnar með skóflu að vopni.

„Það er einkennilegt", sagði
Boyce skyndilega og horfði til
hallarinnar, „að ekki skuli vera
ljós í svefnherbergisglugga Huldu
Gowers".

„Já", svaraði Abner. „Nú, en

það afsannar samt ekki að hún
sé veik".

Þeir gengu að garðveggnum.

„Frakkinn yðar er eldri en
minn. Við skulum breiða hann
ofan á vegginn, svo að
glerbrot-in, sem þar eru, meiði okkur
ekki".

„Min vegna", svaraði Boyce.

Hann lyfti Abner upp, svo að
hann gat lagt frakkann ofan á
vegginn og með nýju átaki gat
hann sezt klofvega upp á hann.
Svo togaði Abner Boyce upp og
andartaki síðar voru þeir báðir
komnir inn í garðinn.

Þeir höfðu þó naumast stigið
í fæturnar, er þeir heyrðu hratt
fótatak nálgast.

„Við skulum látast ætla yfir
garðinn aftur", hvíslaði Abner,
en i sömu mund sást ljósbjarmi
frá vasaljósi.

„Kyrrir", heyrðist hrópað.
„Kyrrir! Ég er með byssu í hend
inni".

„Skjótið ekki", veinaði Abner.
„Við höfum ekkert gert af
okk-ur. Við ætlum bara út!"

„Jæja, svo að þið ætluðuð út!"
svaraði röddin í myrkrinu. „Það
var gaman! Hvað viljið þið
hérna?"

Gluggi heyrðist opnaður og dr.
Poole spurði, hvaða hávaði þetta
væri.

„Við höfum klófest tvo
flæk-inga", svaraði varðmaðurinn,
sem í sömu svifum hafði fengið
aðstoð starfsbróður síns. „Þeir
segjast ætla út úr garðinum".

„Komið þið með þá", sagði dr,

7

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0213.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free