- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M6:10

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

ir við glæpamál", svaraði
mað-urinn með byssuna.

„Þarna sjáið þið!" sagði Bow
og snéri sér að slcötuhjúunum.
„Ykkur þýðir ekkert að kalla á
varðmennina — Boyce! Já, þú
ert orðinn óþolinmóður. Farðu
bara og leitaðu Dorotheu uppi.
Ég vona að ég sé einfær um þetta.
En skildu skófluná eftir!" —
Hann snéri sér að dr. Poole:
„Hvar er líkið grafið?"

„Hvað segið þér?", sagði
lækn-irinn og greip andann á lofti.

„Þér eruð búnir að játa svo
mikið, að það er bezt fyrir yður
að visa á likið lika. Það kostar
okkur allt of mikla fyrirhöfn að
fara að grafa upp allan garðinn".

„Hafið þér ekki fundið hana?"

„Nei, fyrst þér spyrjið svona
hreinskilnislega., þá hlýt ég að
svara yður á sama hátt, Við
bjuggumst meira að segja við
að hún væri sofandi uppi í
rúm-inu sínu. En ég er’ yður mjög
þakklátur fyrir uppiýsingarnar".

„Asni", sagði hjúkrunarkonan,
ekkert sérstaklega notaleg.

„Ég legg til að þér farið i
buxur, læknir sæll", sagði
Abn-er. „Það er kalt úti og þér
þurf-ið að bregða yður i borgina með
okkur. Hjúkrunarkonan kemur
líka og svo auðvitað Boyce og
Dorothea".

ABNER Bow, sem var
orð-inn óþolinmóður yfir þeirri
töf frá garðinum sínum, sem
þetta mál orsakaði,. skálmaði inn
í einkaskrifstofu Nabbs forstjóra

strax og’ skrifstofur
Orionfélags-ins voru opnaðar næsta morgun,
settist á skrifborðsbrúnina eins
og venjulega, og sagði honum
sögu sina.

„Þetta er allt og sumt", sagði
hann. „Sannanirnar er að
finna-i þessai’i skýrslu, sem ég hef
skrifað, lögreglan hefur tekið
sökudólgana í sínar vörzlur, og
Boyce hefur tekið Dorotheu í
sina vörzlu. Eftir hálfan mánuð
verðum við boðnir i brúðkaupið.
Er mér nú ekki óhætt að fara
að hugsa um garðinn minn? Það
verður að hugsa um garðávexti
af árvekni og alúð".

„Blessaður snautaðu í
kart-öflugarðinn þinn", sagði Nabb.
„En næst þegar ég þarf á þér
að halda, sendi ég eftir þér, og
þá verður þú að mæta —. Ha!

En Abner Bow var þegar
far-inn út úr dyrunum á leið heim.
Og annað eins aukaatriði og þetta
morðmál var þegar horfið úr
huga hans.

Lindberg áttaði sig:

Þegar Lindberg flaug fyrst
yfir Atlandshafið er sagt að
hann hafi vilst og ekki vitað
hvar hann var staddur, þegar
hann sá fyrst land. Er hann var
kominn dálitið inn yfir landið,
greip hann sjónauka sinn og
kíkti niður. Sá hann þá
bónda-bæ og á snúrum fyrir framan
bæinn var klósettpappír hengdur
til þerris.

„Nú, ég er þá kominn til
Skotlands", hugsaði Lindberg.

10

HEIMILISRITIÐ

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0216.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free