- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M6:18

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

hvar skrifstofa hans er. Og viljið
þér gera svo vel að láta það
koma þangað á mínútunni þrjú.
Endicott fer snemma heim".

„Ég skal sjá um það",
svar-aði Willis og Ijómaði af ánægju.

„Þetta gekk fyrir sig", sagði
herðabreiði maðurinn hlæjandi
„Flestir skartgripakaupmenn

myndu sennilega hafa sýnt mér
meirihluta birgða sinna. Ef þér
haldið að það kæmi yður að
nokkru gagni, þá getið þér
lát-ið mig fá nafnspjald yðar. Ég
skal þá við tækifæri leiða
at-hygli E-ndicotts að verzlun yðar.
Það gæti leitt til viðskipta siðar
meir".

„Ég yrði yður mjög
þakklát-ur fyrir það", sagði Willis, og
rétti honum mjög hrifinn
smekk-lega litskreytt nafnspjald.,
Mað-urinn kinkaði kolli, stakk því í
vasann og gekk út úr búðinni.

.Klukkaii nákvæmlega þrjú,
sama dag, afhenti
einkennisbú-inn sendisveinn innsiglaðan
bögg-ul í skrifstofu Endicotts.

Ungfrú Prikhard, sem var á
hinni almennu skrifstofu
Endi-cotts, kvittaði fyrir móttöku
hans.

Hún leit á böggulinn og
hugs-aði sem svo, að þetta væri án efa
dýr tækifærisgjöf, handa
ein-hverri af vinkonum Endicotts.
Hún óskaði þess ósjálfrátt, að
hún væri ein af þeim, en þegar
hún leit í spegilinn, áður en
hún gekk inn í herbergi ungfrú
Martins, sá hún, sem hún raun-

ar vissi áður, að slíkt kom
naum-ast til greina. Það var ekki nóg
að vera dugleg, ef friðleikann
vantaði.

„Sending til forstjórans", sagði
hún kurteislega og lagði
bögg-ulinn á skrifborð ungfrú Martins.

„Arthur Willis", tautaði
ung-frú Martin og leit forvitnislega
á rautt innsiglið á bögglinum.
„Já, við eraun i reikning þar . ."

Fimm mínútum siðar hringd’
siminn og einhver spurði eftir
forstjóranum.

„Endicott er ekki við sem
stendur". svaraði hún. — „Þvf
get ég ekki svarað ákveðdð. Þér
talið við ritara hans, fröken
Mart-in — —. Böggull frá Willis ?
Jú, hann liggur á skrifborðinu
hans. — Var böggullinn ekki til

Endicotts?–Jæja–Ég

skal skrifa það hjá mér, herra
Willis".

Um leið og ungfrú Martin
lagði heyrnartólið frá sér hringdi
bjallan. Forstjórinn var kominn
Hún dreypti nokkrum dropum
af ilmvatni bak við vinstra
eyr-að og flýtti sér inn til
forstjór-ans. Endicott sat við skrifberðið.
með opna öskju fyrir framan sig
og hélt á meninu i annairi
hond-inni. Ungfrú Martin gekk hratt
nær honum.

„Nei, svona undurfallegt!"
hvíslaði hún og leit hlæjandi
framan i hann. Hann gat ekki
annað en tekið eftir því, að augu
hennar voru næstum eins
dá-samleg og smaragðarnir.

18

/’IEIMILISRITIÐ’.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0224.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free