- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M6:19

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

„Hvernig í ósköpunum stendur
á þessu", sagði hann. „ég þekki
ekki þessa ver2lun og hefi aldrei
beðið um skartgripi þaðan".

„Þetta er allt misskilnirtgur".
sagði ungfrú Martin og
andvarp-aði „það var einmitt rétt í þessu
verið að hringja frá verzluninni
og sagt’–-".

Fimmtán mínútum síðar stóð
þrekvaxinn og herðabfeiður
mað-ur i skrifstofunni, andspænis
ung-frú Prikhard.

„Ég heiti Arthur Willis", sagði
hann og rétti henni
nafnspjald-„Ég er komimi til þess að sækja
smáböggul, sem var sendur
hing-að vegna, misskilnings. Þegar ég
komst að raun um það, símaði
ég strax hingað".

Ungfrú Prikhard lagði frá sér
Smásagnaritið, sem hún hafði
verið að lesa í.

,„Eg skal spyrja einkaritara
forstjórans", sagði hún og stóð
upp. En unga stúlkan var ekki
í skrifstofunni sinni. Ungfrú
Prikhard hikaði svolitla stund og
íhugaði, hvort ráðlegt væri að
berja á dyr einkaskrifstofu
Endicotts. En þá opnuðust
dyrn-ar og ungfrú Martin kom út,
með skartgripaöskjuna í
hend-inni — tóma.

„Arthur Willis bíður frammi",
sagði ungfrú Prikhard og lagði
nafnspjaldið á borðið. „Það er
viðvíkjandi þessum böggli–".

„Svo, já". Ungfrú Martin las
það sem stóð á nafnspjaldinu
og gekk um leið fram í almennu
skrifstofuna.

,,Endicott forstjóri hefur
á-kveðið að kaupa menið", sagði
hún við manninn. „Hann hringdi
til kaupmannsins og gekk frá

kaupunum.–Það má skrifa

það hjá honum".

„En–-". Maðurinn föln-

aði og’ roðnaði á vixl, „það
er ekki hægt- Ég verð að fá
menið aftur. — — Þetta var
mjög óþægilegt glappaskot".

-,Endicott gerir aldrei
glappa-skot", sagði ungfrú Martin
hvass-lega.

„Drottinn minn dýri!"
Maður-inn þurrkaði svitann af enninu,
Hann leit af hinum fögru
aug-um ungfrú Martins og á
platinu-festina með smarögðunum, sem
ljómuðu á hálsi stúlkunnar í
gegnum hina þunnu treyju
henn-ar.

„Rösklega af sér vikið,
vin-kona góð", muldraði hann bæði
gramur og hrifinn. „Þér voruð
hársbreidd á undan mér. Ég
við-urkenni ósigurinn".

Hann brosti lítillega út í
ann-að munnvikið, hneigði sig og
gekk út.

„Hvað átti maðurinn eiginlega
við", sagði ungfrú Prikhard
undrandi, en ungfrú Martin hló
aðeins kuldalega og rólega
eins og ávallt.

HEIMILISRITIÐ

19

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0225.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free