- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M6:35

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

„Þeir geta ekki gert okkur
neitt mein", sagði Vivi í hálfum
hljóðum. „1 mesta lagi geta .þeir
rekið okkur út".

Þessi hugsun Rerti þær upp.
Þær komu upp á loft og þar tók
kjólklasddur þjónn á mótl þeim.
Hann horfði aftur fyrir þær, til
þess að sjá, hverjir væru með
£eim.

„Við ætluðum að fá okkur
kvöldverð hérna", sagði ViW
hátt og snjallt.

Þjónninn lei-t á þær.

„Því miður, dömur mínar,
höfum við ekkert borð sem ekki
er pantað".

Það var auðséð á svip hans að
hann laug. Þær sáu líka á bak
við hann fjöldamörg mannlaus
borð i salnum.

Þær hikuðu og þjónninn snéri
sér að fólki, sem var að koma
í þessum svifum og bauð því að
gjöra svo vel og ganga inn..

BIÐIÐ þér við," sagði Vivi
rjóð í kinnum.
„Kaft-einn O’Dowd býst við mér
hing-að".

Þjónninn vék sér aftur að þeim
og sagði:

„Kafteinn O’Dowd? Hann
hef-ur ekki beðið um borð".

„Hvers vegna skyldi hann
þurfa að biðja um borð
fyrir-fram. Hann er hetja", sagði
Vivi alúðlega. en þó eins og sá
sem valdið hefur.

„Hetja", át þjónninn eftir
henni hugsandi i bragði. Hann
var fæddur i Evrópu og vildi
gera allt sem hann gat til þess

að sýna amerískUm
herforingj-um hæversku og gestrisni.
„Vilj-ið þið bíða augnablik?"

„O’Dowd", sagði
veitingamað-urinn þegar þjónninn hafði leitað
ráða hjá honum. „Hvers vegna
lesið þér ekki blöðin, maður?
Hann og áhöfn hans skutu niður
ellefu japanskar flugvélar yfir
Kyrrahafinu. Er hann hérna?"

Þjónninn sagði honum alla
málavexti.

„Ég skil ekkert i yður.
Bless-aðir látið þér þær fá borð númer
fimmtán. Þar geta allir
gestirn-ir séð O’Dowd, þegar hann
kem-ur".

Að svo mæltu greip hann sím
ann og boðaði blaðamenn og
myndatökumenn til sín, svo að
þeir gætu verið viðstaddir þegar
O’Dowd og menn hans kæmu.

’ Þjónninn leiddi þær á milli
borðanna, eins og þær væru
prinsessur og visaði þeim til
sæt-is i miðjum salnum. Vivi var þvl
næst máttlaus i hnjáliðunum og
Nan sortnaði fyrir augum af
feimni.

„Vivi", sagði Nan, þegar
þjónninn var farinn. „Hvernig
gastu gert þetta?"

„Ég gat ekki að því gert. Ég
vissi ekki fyrr en orðin voru
komin út úr mér. En hvað um
það, hér erum við".

„Já, að hugsa sér að við
skul-um vera hérna!"

Þessi setning hafði verið þeim
tungutöm, frá því þær sáu Hvíta
húsið í fyrsta sinn. Hún hafði
góð áhrif á þær, ekki sízt nú.

HEIMILISRITIÐ

35

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0241.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free