- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M7-8:16

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

þreyttist aldrei á því að setja
út á Angus og störf hennar —
hann gerði sér far um að finna
vanrækslu í starfi hennar — lagði
gildrur fyrir hana og stríddi
henni. En hún lét engan bilbug
á sér finna.

Og það eitt espaði haim lika
.... cn það sem honum þótti
þó verst, var hversu
samvizku-söm og dugleg hún var við störf
sín. Þegar hann tók eftir
hand-brögðum hennar, varð hann
ó-sjálfrátt að dázt að henni, en
hann þvingaði síg til þess að
láta það ekki í ljós, því að hann
einsetti sér að lítillækka hana.

Önnur orsök andúðar hans á
hennj, var sú, hversu vinsæl hún
varð. Hún aflaði sér ekki
ein-ungis vina á sjúkrahúsinu,
held-ur einnig í bænum. Hún <• varð
boðin og velkomin til allra, sem
henni kynntust.

Hann sagði við sjálfan sig, að
ástæðan væri einungis sú, að hún
væri dóttir milljónamærings ....
en hann vissi að raunin var
önn-ur.

EINU sinni þegar hún kom úr
sunnudagsheimsókn frá
for-eldrum sínum, sagði hann
kulda-lega:

„Hvers vegna eruð þér ekki
kyrrar heima. Þér eruð hérna
bara til þess að leika
hjúkrunar-konu".

„Er ég að þvi?"

„Já, og það vitið þér!
Mill-jónaerfinginn niðurlægir sig til

þess að sinna náðarverktim!
Fyr-irtaks hlutverk! Þetta er allt
uppgerð! Það þarf hugrekki og
þrautsegju, til þess að verða góð
hjúkrunárkona".

„Já, einmitt", sagði hún og
gekk í burtu.

HONUM fannst beinlínis eins
og létt væri af sér þungu
fargi þegar hún tók við
nætur-hjúkrun um nokkurn tíma. Á
meðan bjóst hann að sjálfsögðu
við því að leiðir þeirra myndu
ekki liggja oftar saman.

En forlögin vildu samt haga
þvi á annan hátt.

Hislop iðkaði tennis af kappi
og var ágætur. í þeirri íþrótt.
Hann var vanur að taka þátt
í hinum árlega kappleik, sem
tennisklúbburinn stofpaði til.
Þetta sumar átti meðal annars
að keppa um forkunnarfagran
farandbikar, sem klúbburinn
hafði látið smíða handa
sigur-vegurum í „mixed double" —
það er að segja kvenmanni og
karlmanni og skyldi hvert par
valið saman með hlutkesti. Þvi
skal ekki neitað að Hislop; hafði
nærri’ því fengið taugaáfall,
þeg-ar hann komst að raun um,
að samherji hans á mótinu átti
að vera Peggy Angus.

„Til hamingju!" hrópaði einn
af félögum hans. „Þarna varstu
í sannleika sagt heppinn!"

„Ég hafði ekki hugmynd um,
að hún væri meðlimur i
klúbbn-um", sagði Hislop.

16

/’IEIMILISRITIÐ’.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0290.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free