- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M7-8:17

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

„Auðvitað er hún í klúbbnum,
og hún er ekkert lamb að leika
sér við. Hún vann mörg
verð-laun þegar hún var í skóla".

„Jæja! Hún getur þá kannske
eitthvað í tennis". »

„Já, það máttu reiða þig á.
— En við Anne Brown eigum
að leika saman — og þú skalt
sanna til, að okkur sigrið þið
ekki — Anne Brown og Goggy
.... það ’er nú múr sem enginn
brýtur".

„Er þetta nú ekki lieldur
mik-ið sjálfstraust ?" sagði Hislop
brosandi.

„Nei, taktu bara eftir".

UM kvöldið rakst Hfélop á
Peggy Angus..

„Hafið þér heyrt fréttir
dags-ins? Við eigum að leika saman á
mótinu".

„Það er alveg afbragð", sagði
hún kaldhæðnislega.

„Mér er sagt að þér hafið
unn-ið verðlaun i æsku. Var það á
barnaleikvelli?"

„Nei", svaraði hún „það var
þegar ég var í vöggu!"

Hann gat varla varist brosi.
Hin óbilandi gamansemi hennar
var óneitanlega smitandi — og
ekki varð heldur um það deilt,
að falleg var hún. Hann varð
óvænt og ofsalega gripinn af
yndisþokka hennar — hann fór
hjá sér og tautaði:

„Já, já . . .. í þ^Jta skipti er
það alvara. Nú þarf á hugrekki
og þrótti að halda .... og ef

slíkt er til í yður — þá sýnið
það!"

Án þess að þíða eftir svari
kinnkaði hann kolli og gekk burt.

I-^AU hittust ekki aftur fyrr
* en mótið hófst.

Keppnin byrjaði klukkan sex.
Þó að Hislop gerði sér ekki
mikl-ar vonir um leik Angus, þrátt
fyrir hrós Goggys, þá átti þeim
varla að verða skotaskuld úr því,
að sigra fyrstu mótleikarana —
Tom Douglas og Mary Sco.tt, sem
voru bæði lítt æfð. Þegar
klukk-una vantaði fimm minútur i sex
fór Hislop að verða órólegur, en
þá kom Peggy Angus loks. Hún
var i snotrum tenniskjól, sem fór
henni ágætlega.

Hislop heilsaði henni með
þess-um durgslegu orðum:

„Of seint eins og venjulega".

Hún leit snögglega á hann.

„Klukkan er ekki orðin sex".

Það var líkast því, sem þessi
siðasta ókurteisi hans hefði
kom-ið henni úr jafnvægi. Hún var
föl og fálát, hann sá eftir að
hafa verið svona strákslegur og
vissi, að sér bæri skylda til að
biðjast afsökunar, en kom sér
þó ekki að því. Nú fyrst varð
honum ljóst, hversu mjög hann
hafði þráð þessa stund, þegar þau
væru samherjar .... en vitundin
um það gerði honum gramt í
geði.

Leikurinn hófst — og frá sama
augnabliki sýndi hún það svart
á hvítu, hve prýðilegur tennis-

HEIMILISRITIÐ

17

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0291.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free