- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M7-8:27

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Það var barið á káetudvrnar og
þjónn fékk honum br^f. Hann las
það í flýti og ætlaði svo að hlaupa
út, en bjónninn stöðvaði hann og
sagði:

„Fröken Miller bað mig að sjá um
að þér læsuð bréfið vandlega".

Bob leit hissa á hann og síðan
aft-ur á bréfið. Þá tók hann eftir
smá-letraðri eftirskrift, sem hljóðaði
þannig:

„Hittu mig ekki strax. Engan á

skipinu má gruna, að við séum
góð-ir vinir. Þess vegna var ég
auðvit-að svona kaldranaleg við þig í
morgun. Skildirðu það ekki? Símaðu
til mín í fyrramálið, ég verð á
Wal-dorf Astoria. — Þín Dorothy".

Bob rétti úr sér. í gegnum
káetu-gluggann sá hann frelsisstyttuna,
sem er við innsiglinguna i New York.
Klukkan var nákvæmlega 25
mínút-ur yfir tólf.

Lincoln var gamansamur

Abraham Lincoln var
orð-heppinn maðnr og hafði mjög
yaman af skopsögum, enda hef
ur vcrið sagri um hann, að hann
væii eins og gangandi
smásagna-safn.

Eitt sinn, þegar
borgarastyrj-öldin í Bandaríkjunum stóð sem
hæst, kom þingmaður, Wade að
nafni, inn til forsetans og fór að
tala um striðið, mjög alvarlegur
í bragði, enda leit þá ekki
sigur-vænlega út fyrir
Norðurríkja-menn.

„Wade", sagði Lincoln og
teygði úr skönkunum, „þú
minn-ir mig á sögu".

Wade spratt á fætur:

„Sögur! Sögur!" hrópaði hann.
„Landið er að fara i hundana,
við erum að tapa strlðinu, og
allt sem þér aðhafizt, er að
segja sögur! Herra forseti! Þér
mynduð segja sögur þótt þér
væruð ekki nema eina mílu frá

Helvíti!"

„Athugið það, Wade" svaraði
Lincoln, „að ein míla er
ná.-kvæmlega sú vegalengd, sem er
héðan til dómkirkjunnar".

Þegar Lincoln bauð sig fyrst
fram til þings, átti hann í höggi
við æfðan stjórnmálamann, enda
var kosningabardaginn harður
og tvísýnt um úrslitin.

Á einum framboðsfundinum
bað andstæðingur Lincolns alla
þá að standa upp, sem vildu fara
til Himnarikis. Allir stóðu upp
nema Lincoln. Því næst bað
hann bá að stailda upp, sem
vildu fara til Helvítis og enn. sat
Lincoln. Þá sagði
andstæðingur-inn háðslega:

„Fyrst Lincoln vill hvorki fara
til himnarikis né helvítis, þá.
væri gaman að fá upplýst, hvert
liann vill fara".

„Ég ætla, á þing", svaraði
Lincoln.

27 HEIMILISRITI3D

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0301.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free