- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M7-8:42

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hr i st| n ytt^?

Bína: Jæja, Rúna mín. Er
manni boðið inn?

Rúna: Þó væri nú! Það eru
sjaldséðir svartir svanir.
Skutl-aðu þér inn.

Bina: Takk.

Rúna: Hvað segirðu gott.
Hef-urðu séð Kobba nýlega?

Bína: Ekki siðan síðast í
Hljómskálagarðinum. Þú vissir,
að hann var þá eins og snúið
roð í hundskjaft.

Rúna: Já, hann hefur líklega
eitthvað frétt.

Bína: Hvað ætli ég nenni að
vera að dekstra hann. En hverm
ig hefur þú það annars?

Rúna: Ég er eins
hamingju-söm og býfluga í blómabúð og
ánægð eins og leikkona á
spegla-sjTiingu.

Bína: Naumasí er það. Er Keli
svona góður við þig?

Rúna: Hann er góður svona út
af fyrir sig — en annars hef ég
ekkert upp á heiminn að klaga.

Keli (ber að dyrum og opnar
hurðina): Nú já það er þá svona.
Er ekki óViðkomandi mönnum
bannaður aðgangur að
kvenna-búrinu ?

Rúna: Þú getur komið inn.
Annars var hún Bína að koma
og við þurfum að rabba saman.

Keli: Ég skal ekki eyðileggja
kvöldið fyrir ykkur. En hvernig
sr meo fjölkvænismanninn Bína?

Rúna: Vertu nú ekki með
þess-ar eilífu stríðnisglósur.

Keli: Nei, nei. En ég skil bara
ekkert i manninum að vera að
spandera vínflöskum, sem kosta
150 til 200 krónur á kvenfólk,
auk alls annars kostnaðar, þegar
hann getur keypt sér konu á
Suðurhafseyjum fyrir 50 krónur,
fyrir utan frakt.

Bína:: Hugsa sér! Er það satt?

Keli: Já meira að segja fæst
afsláttur, ef keypt er i slumpum.
þá er hægðarleikur að fá dúsínið
fyrir 500 kall.

Bina: Þetta er ómögulegt.

Keli: Finnst þér! En hvers
virði er ekki góð kona! Þetta er
gjaf––

Rúna: Taktu ekki mark á
hon-um Bína mín. Hann er ekki meira
virði en tíeyringur á Borginni.
Annars. . . .

Keli: Nú ýkirðu vina kær. Þú

Rúna: Ég verð að biðja þig um
að gjöra svo vel og þegja,
þeg-ar ég gríp framm í fyrir þér.

Bína: Ef þið ætlið að fara að
rífast, þá ætla ég bara að láta
ykkur vita það, að ég er farin.
Aldrei hef ég séð Ameríkana
hérna svo dónalegan að rífast við
kvenfólk.

Keli: Þarftu ekki gleraugu?
Nei, Rúna min, ég er hættur.
Verið ’þið bless?

42

HEIMILISRITI3D

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0316.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free