- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M7-8:44

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

að kasta mæðinni „hefðar uppi
á jökultindi", þá komast þær að
raun um, að ást er þar ekki að
finna — hamingjan hefur ekki
beðið eftir þeim.

Þetta er þó ekki nema að litlu
leyti stjörnunum sjálfum að
kenna, heldur ráðamönnum þeirra
í leikheiminum. Aldrei er þreytzt
á því að brýna fyrir þeim
ráð-leggingar eins og þessar: „Það
er ekki sama með hverjum þið
sjáist". „Starf ykkar krefst
var-úðar". „Umgangist einungis þá
réttu, kynnist aðeins þeim þeztu,
sýnið ykkur aðeins með þeim
frægustu".

Þetta er allt i lagi þangað til
fröken Töfradís vaknar einn
góð-an veðurdag við þá sorglegu stað
reynd, að þótt pyngjan sé
kann-ske full, þá er hjartað tómt. Þá
fyllist hjarta hennar löngun
til ástar og hún hefur
örvænting-arfulla leit að manni sem liún
getur elskað. En í Hollywood
finnur hún fáa maka á líku reki,
svo að endalokin verða venjulega
þau, að hún stendur með þyrstan
faðminn opinn „hverjum, sem
þorir að koma og reyna".

Stundum blessast slík
hjóna-bönd — en oftar misheppnast
þau.

BETTE DAVIS vék einu sinni
i blaðaviðtali, að þessari
óham-ingju leikkvenna i Hollywood.
Þó að hún steðji ekki að þeim
öll-um, þá vita þær bezt, sem reynt
hafa, hvílíkur sársauki fylgir
einstæðingsskapnum er fetar í

fótspor frægðarinnar. Betty sagði
að vinir hennar hefðu skilið,
hversu liún og Arthur
Farns-worth hefðu elskast lieitt. Arthur
tilheyrði ekki hirð þeirri sem
kon-ungar kvikmyndafélaganna hafa
um sig, og slíkir menn hafa
oft-ast seint hugrekki til þess að
biðja sér konu, sem er einhver
af skærustu stjörnum á
Ieik-himninum. Þetta vissu
kunningj-ar þeirra og höguðu því þannig,
að Arthur þurfti ekki að
tvi-stíga lengi, áður en hann bað
hennar. Hjónaband þeirra hefur
blessast prýðilega, hvort sem það
er því að þakka að þau eru á
likum aldri eða öðru.

Áður en GREER GARSON og
RICHARD NAY giftust, var ekki
um annað talað í Hollýwood, en
það, hvort Greer, jafn roskin og
hún væri, myndi taka bónorði
Richards, sem er kornungur
leik-ari.

Þá var það einhver sem spurði,
hvort kona, sem væri eins
töfr-andi og falleg eins og Greer
Garson, hefði ekki biðla á
hverj-um fingri. x

Hvaða biðlar ættu það að vera?
Þekkjum við marga, gjaldgenga
biðla, sem komnir eru um
þrí-tugt, sem eru svo aðlaðandi í
útliti og framkomu eða það vel
settir í þjóðfélaginu, að þeir geti
boðið heimskunnri
kvikmynda-leikkonu jafnræði i hjónabandi?
Og hverjum ætti filmstjarna eins
og Greer að veita ást sina —
ást sem hún eins og allar aðrar

44

HEIMILISRITI3D

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0318.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free