- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M9:21

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

En það leið ekki langur timi
þangað til augu hans opnuðust.
Vinur hans kom eitt sinn í
heim-sókn til hans, þegar hann var
ekki heima. Hann gekk stofu úr
stofu þar til hann kom inn í
barnaherbergið. Það heyrðist
ekkert til hans, svo að þegar
hann opnaði dyr
barnaherbergis-ins kom hann Jeanne á óvart,
þegar hún var að kreista
líftór-una úr kornungum syni
hús-bóndans.

„Ekkert hneyksli!" stundi
Bonjean, þegar hann frétti þetta.
Hann skipaði henni að fara
þeg-ar í stað og nestaði hana með
dálítilli fjárupphæð.

Þetta olli ekki neinu hneyksli
og Jeanne’ Weber fór sína leið.
Hún lenti i París í botnlausum
skóm og totrum ’klædd.

Skítug, svöng og heimilislaus
gekk hún inn i skrifstofu
yfir-lögreglustjórans. Fyrir utan skrif
stofudyrnar stöðvaði
lögreglu-þjónn hana, en hún sagði:

„Eg þarf að tala við
lögreglu-stjórann. Segið þér honum að það
sé mjög áríðandi".

Hamard lögreglustjóri þekkti
hana óðara.

„Jæja" sagði hann, „hvað eí
yður á höndum?"

„Eg kyrkti þau —
Weber-krakkana — þrjú þeirra".

„Og lika drenginn ?"

„Nei, bara stelpurnar. Þér
getið stungið mér í steininn. Eg
hef ekki haft húsaskjól vikum
saman".

„Svo þér játið að hafa kyrkt
þessi börn, er ekki svo?"

„Já, já, hvað á ég að segja
það oft ?"

„Og þér viljið fara í fangelsi?"

„Já".

Hamard lét handtaka hana og
setja hana í varðhald. En strax
og hún hafði sofið út og étið sig
metta snéri hún við blaðinu.
Hún krafðist þess að vera látin
laus tafarlaust og kvaðst
einung-is hafa játað sig seka til þess að
fá mat og húsaskjól.

HAMARD sendi hana á
geð-veikrahæli til rannsóknar. Eftir
langa og nákvæma athugun
við-urkenndra taugalækna var hún
úrskurðuð andlega hraust. Henni
var samt boðið að dvelja þar
lengur, en hún var eirðarlaus og
kaus heldur að breyta til.

Auk þess hafði hún fengið
bréf frá öldruðum manni, Joly að
nafni, sem var einn þeirra er
álitu hana hafa orðið fyrir
óverð-skulduðu aðkasti. Hann bauð
henni að flytja heim til sín og
sagðist skyldi veita henni hlýju
og vernd frá ofsækjendum
henn-ar.

Jeanne var aðeins þrjátíu og
þriggja ára gömul og
tilhugsun-in um það að búa með manni,
sem var tvisvar sinnum eldri en
nún, hafði í fyrstu ekki verið
henni neitt tilhlökkunarefni. En
nú gat hún ekki sett sig á háan
hest. Hún skrifaði honum, fékk

HÉIMILISRITIÐ

, 21

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0363.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free