- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M9:23

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

svipti upp sænginni. Hann greip
andann á lofti, .þegar hann sá
son sinn liggja í rúminu
hreyf-ingaríausan og íxfvana með mjóa
blóðrák út úr öðru munnvikinu.
Hann tók barnið upp og fékk
konu sinni það.

Svo snéri hann sér að
norn-inni sem enn stóð álút við
rúm-ið og hrinti henni upp að
veggn-um.

„Stattu þaraa grafkyrr eða ég
skal mola á þér hausinn",
hróp-aði hann.

Einn gestanna hljóp í flýti til
næstu Jögreglustöðvar og von
bráðar var lögreglan komin. Hjá
rúminu fannst blóðblettaður
vasaklútur utan um mjótt band.
1 handtösku morðingjans fannst
bréf stílað tij Jeanrie Weber. Hún
viðurkenndi að það væri hið rétta
nafn sitt.

Ennþá einu sinni var hún
handtekin. Enn rannsökuðu
lækn-ar myrt barn og deildu um
dauð-daga þess sin á milli. En í þetta
skipti var ekki um að villast.
Barnið hafði verið kyrkt. Það
hafði næstum því bitið tunguna
í sundur á dauðastundinni.

Enginn lögfræðingur þorði að
taka að sér vörn í máli
grýlunn-ar. Og hinir miklu
læknasérfræð-ingar Parisarborgar, sem höfðu
belgt sig upp og fullyrt að
grýl-an væri sýkn saka, höfðu nú
hljótt um sig.

En ef til er sálnaveiðari, sem
nefndur er djöfullinn, þá lá hann
ekki á liði sínu fremur en fyrri

HEIMILISRITIS

dafeinn, til þess að bjarga
grýl-unni undan verðskuldaðri
refs-ingu í þessu lífi. Og hann hlýtur
þá að hafa hlegið hátt og lengi.

Taugalæknar höfðu áður
úr-skurðað hana með réttu ráði. Nú
var hún rannsó’kuð aftur og
sér-fræðingar þeir, sem framkvæmdu
skoðunina fullyrtu .hið gagnstæða.
Má segja, að eftir því sem
lækn-arnir voru fleiri, sem
rannsök-uðu Jeanne og þau born sem hún
hafði myrt, eftir því voru
skoð-anir þeirra skiptari. En ef til vill
hafa yfirvöldin álitið, að
auð-veldast væri að losna við
konu-tetrið með því að Iáta hana á
geðveikraspítala, því að bæði
yrði málsrannsóknin Jöng og
kostnaðarsöm og eins var slæmt,
ýmsra hluta vegna, að vekja
ó-þarfa athygli á málinu.

Hin seka norn var lokuð inni
á bak við hinn óyfirstíganlega
múrvegg geðveikrahælisins. Þar
starði hún þögul á steininn, án
þess að heyra söng fuglanna i
trjágreinunum, án þess að sjá
bláma himinsins og hreyfingar
skýjanna. Hendurnar krepptust
utan um imyndaðan háls.

Hún veslaðist smátt og smátt
upp. Á næturnar hrökk hún upp
með angistarveinum. Hún
kippt-ist til við minnsta hljóð.

Og einn morguninn var komið
að henni í klefanum, er hún var
að gefa upp öndina —
hendurn-ar voru hertar um hálsinn eins

og stálgreipar.

* * *

/

23

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0365.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free