- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M9:25

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

ana lians, sem þðrfnuðust
vökv-unar. Hann tautaði:

,,Ég sé ekki út úr því sem ég
þarf að gera, og hangi svo héma
og eyði tímanum til einskis!"

Dálitla stund hafði hann
hug-ann við þetta, en allt í einu varð
hið kringluleita, veðurbarða
and-lit hans dökkrautt og æðarnax
þrútnuðu á gagnaugunum. Hann
rykkti til höfðinu, leit illúðlega
á konu sína og hrópaði:

„Hvað viltu eiginlega, tíkin
þín? Reyndu að koma því út úr
þér, svo að ég komist á akurinn!
Hvíernig á ég að geta útvegað
peninga til .þess að fæoa þig og

alla þína — þína–"

„Sjáio þið bara hvernig hann
•er", sagði konan kjökrahdi. „Þið
heyrið sjálf hvernig hann talar
við mig núna. Fyrir tveimur
mán-uðum var hann í alla staði
ágæt-is eiginmaður. Ég hef oft talað
um það eins og þið vitið, hvað
guðirnir hefðu verið mér góðir
að ég skyldi vera gefinn slíkum
prýðismanni. Hann hefur alltaf
látið mig fá hvern eyri, sem hann
hefur unnið sér inn, og hann var
vanur að biðja eins og barn um
nokkra smápeninga, ef hann
þurfti að láta raka á sér
höfuð-ið fyrir einhverja hátíð, eða til
þess að spila fyrir eða kaupa
tóbak. Mér var ánægja í að láta
hann fá peninga, svo að hann
gæti veitt sér ofuriítið af
þæg-indum lífsins. En nú hef ég ekki
fengið grænan túskilding hjá
hon-um í tvo mánuði, þó að á þeim

102 HEIMILISRITDE)

tlma hafi hann selt töluverðar
birgðir af hrísgrjónum, og selt
þær vel. Hann hefur ekki einu
sinni sagt mér, hvað hann fékk
af peningum eða hvað hann
hef-ur gert af þcirn".

Grátur hennar magnaðist og
tárin streymdu niður litla,
hrukk-ótta andlitið hennar. Hún var í
blárri svuntu, sém hún nú tók
og sveiflaði yfir höfuðið og grét
svo hástöfum.

Enn heyrðist hvorki stuna né
hósti frá áhorfendahópnum og
börnin höfðu opin augu og eyru
fyrir öllu sem þau sáu og heyrðu
þarna. Tvö yngstu börnin færðu
sig til móðurinnar, gripu
dauöa-haldi í bláu, viðu
baðmullarbux-urnar hennar og tóku að hagráta.
En maðurinn ieit flóttalega til
útidyranna á húsi einu við
göt-una.

Já, þar stóð ung stúlka í siðum
grænum kjól, af sömu gerð og
stúlkurnar í stórborginni gengu i.
Hár hennar var klippt og náði
aðeins niður á hálsinn. Svipur
hennar var greindarlegur, fríður
og dálítið glettnislegur. Hún
fylgdist með deilu hjónanna,
hall-aði sér upp að dyrastafnum
leti-lega, en þó heillandi og brosti
öðru hverju út í annað
munn-vikið. Þegar hún, veitti því
eftir-tekt, að maðurinn horfði á hana,
tók hún boginn hárkamb úr
hár-inu og lét hann síðan smjúga í
gegn um gljáandi og
hrafnsvart-an ennistopp sinn, sem náði
nið-ur að dökkum augnabrúnunum,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0367.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free