Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
ung. Li fyrsti, þú ert fjörutíu
og fimm ára. Mér er kunnugt
um það, af því að ég var hjá
móður þinni, þegar þú fæddist.
Konan þin er einu ári yngri en
þú. Ég veit það, af því að ég var
viðstödd brúðkaupið og hjálpaði
henni úr brúðarstólnum við dyr
föður þíns. Þið hafið verið gift
í tuttugu og átta ár og eignast
tólf börn, sem sjö eru á lífi. Ef
-eLzti sonur ykkar væri lifandi
þá myndi hann nú vera tuttugu
og sjö ára gamall, og þá værir
þú orðinn afi — og konan þín
amma. Yngsta barnið er aðeins
þriggja ára gamalt. Hafið þetta
allt i huga og öll þau ár, sem þið
í sameiningu hafið lifað af
jörð-inni ykkar — og búið saman í
sátt og samlyndi".
Á þessa leið mælti gamla
kon-an skærri, skjálfandi rödd. Hún
var elzta konan í kauptúninu og
móðir auðugasta mannsins þar,
svo að allir virtu hana og
hlust-uðu þögulir á mál hennar.
Þeg-ar var eiginkonan orðin rólegri.
Hún snéri sér að gömlu konunni
og sagði: „Amma, þú veizt, að
ég hef alltaf borið manninum
mínum vel söguna — að hann
væri ákjósanlegur eiginmaður í
alla ’staði. Hann hefur alltaf
ver-ið það, þangað til fyrir tveimur
mánuðum. Líttu nú á hvernig
hann er". Hún leit til mannsins
og allur hópurinn gerði slíkt hið
sama. Maðurinn laut höfði og
dökkur roði færðist yfir andlit
hans og háls.
„Sjáðu amma! Hann er enn
sami ágætismaðurinn, en nú er
hann alltaf i slæmu skapi heima.
Já, hann getur verið úti og
hleg-ið og skemmt sér með sumum,
en þegar hann kemur heim, er
hann afundinn og talar ekki orð,
nema þegar hann hnýtir i mig
fyrir að vera ekki nógu vel
greidd eða fyrir það að fötin
min eru ekki nógu hrein, eða
þegar hann yfirleitt getur
fund-ið að einhverju. Hvernig á ég allt
af að vera hrein, þegar ég á
ekki til annan klæðnað, en þann
sem ég stend í núna? Ég þarf
að sjá um heimilið, börnin og
ég þarf að vinna á akrinum.
Hvernig á ég þá að geta dundað
við að púðra kinnar mínar og
bera feiti i hárið, eins og sumar
stúlkur gera?"
Maðurinn gat nú ekki á sér
setið lengur. Hann rétti úr
þrek-vaxna skrokknum sínum og leit
flóttalega til konu sinnar.
„Má ég spyrja, hvað það er
sem þú vilt?" muldraði hann.
„Hvað á allt þetta málæði og
uppþot að þýða út af engu?"
„Hvað ég vil?" endurtók
kon-an angurvær. „Ég vil aðeins eitt,
að þú komir eins fram við mig,
eins og þú gerðir fyrir tveimur
mánuðum. Það er allt og sumt,
sem ég fer fram á".
Þau tóku ekki lengur eftir
mannfjöldanum. Þau voru þarna
tvö ein í heiminum, maðurinn og
konan mettuð af ástríðu, ástriðu
konunnar. Hún rétti litlu, þykku
HÉIMILISRITIÐ
, 27
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>