- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M9:31

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SKAKTAFLID

Kafll úr bókinni

„Sognet som vokser ind í Himeien"

EINU SINNI flatmöguðu
börn-in úti á leikvelli og vissu ekki
hvað þau áttu af sér að gera.
Þá gekk Rasmus Snak þar fram
hjá. Börnin kölluðu til hans og
báðu hann um að segja sér sögu.

„Þið hafið heyrt allar sögur,
sem til eru", sagði hann. „Ég
hef sagt ykkur þær allar".

„Ætli að það sé ekki ein eftir",
sagði eitt af eldri börnunum.

„Hvað langar ykkur í sögu,
þegar sóin skín og blómin anga",
sagði hann. ,,Það er engin ’saga
eins góð og sólskin og
blómailm-ur".

„Já, góé, en ekki skemmtileg",
sagði stór drengur í hópnum.
„Okkur langar í eitthvað
skemmtilegt".

„Ég verð þá víst að leggja
höf-uðið í bleyti", sagði Rasmus
Snak. „Kannske að ég segi
ykk-ur sögu, sem gerðist áður en
mannkynið varð til".

„Hver hefur sagt þér hana?"
sagði einn drengjanna.

„Enginn. Hver ætti svo sem
að segja mér frá einhverju, sem

gerðist áður en maðurinn var
skapaður?"

„Þá geturðu ekki heldur
mun-að það sjálfur".

Eftir J. Anier Larsen

„Nei" svaraði Rasmus „en
þetta er líka einmitt sú saga, sem
þið sögðuð að ég liefði gleymt.

Það er óralangt siðan — það
var áður en fjandinn fékk hóf
og varð djöfuH. Þá var hann
enn-þá engill, meira að segja sá æðsti
þeirra. Sagan hefst uppi i garði

Paradísar, þar sem alltaf er
sum-ar og veðurblíða.

Dag nokkurn, þegar Fjandinn
var á gangi i garðinum, kom
hann þangað, sem Drottinn sat
og hafði setið síðan á sjöunda
degi.

„Þú hleypur í spik", sagító
Fjandínn. „Þú ættir að taka þér
eitthvað fyrir hendur".

„Ja, — hvað ætlastu til að ég
geri?" svaraði Drottinn. „Ég er

HEIMILISRITIÐ

31

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0373.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free