- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M9:33

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

er ógerningur að muna, hvað hvor
á þegar við vinnum svona sitt á
hvað. Við verðum að hafa
skrif-legt bókhald".

„Ég get ekki sætt mig við að
láta nokkuð skriflegt frá mér
fara", sagði Drottinn. „Blöðin,
sem við myndum hafa bókhaldið
okkar á, gætu fokið frá okkur,
og hvað heldurðu að englarnir
héldu um mig, ef þeir rækjust á
eitthvert þeirra? Nei, raðaðu upp
taflmönnunum á meðan ég
gróð-urset fróðleikstréð".

„Hvað eigum við að gera við
það ?" spurði Fjandinn.

„Þegar við étum ávexti þess",
sagði Drottinn, „þá vitum við
strax hvað hvor okkar á. Þá
þurfum við ekki að þreyta
okk-ur á þvi að leggja slikt á
minn-ið. Og svo segi ég englunum, að
koma ekki nálægt fróðleikstrénu".

Ekki hafði langur tími liðið,
þegar Fjandinn fór að hafa rangt
við. Drottinn var alltof
heiðar-legur til þess að gera það á móti
og líka of góður til þess að
reið-ast þótt hann stæði Fjandann að
undanbrögðum öðru hverju. Hann
hafði líka undanskilið alvizku
sína, hvað taflið snerti, svo að
það var ekki nærri alltaf, sem
hann komst að því, þegar
Fjand-inn hafði rangt við. En þótt
skömm sé frá að segja, þá fór
það svo, að i hvert skipti sem
Fjandinn át epli af fróðleikstrénu,
komst hann að raun um að
garð-eign hans hafði aukist. Þá
vakn-aði hjá honum löngun til þess,

að einhverjir fengju vitneskju
um eignir sinar. Hann langaði til
þess að englarnir stæðu upp, ef
hann gengi fram hjá þeim
sitj-andi aðgerðarlausum á bekk.

Hann hóf máls á því við
engl-ana að eplin af fróðleikstrénu
væru ákaflega gómsæt og
ráð-lagði þeim að bragða á þeim.

En því er nú einu sinni þannig
varið, að englarnir geta ekki
feng-ið löngun til þess, sem Drottinn
hefur forboðið. Það er á vissan
hátt auðvelt að vera engill.
Þess-vegna snertu þeir ekki á
epl-unum.

Svo var það dag nokkurn, að
Fjandinn sagði upp úr þurru við
Drottinn: •

„Hvernig er það annars að vera
almáttugur ?"

„Það er ósköp auðvelt",
svar-aði Drottinn. „Maður getur allt
sem maður vill".

„En geturðu þá líka allt það,
sem þú villt ekki?" spurði
Fjand-inn. „Ef svo er ekki, þá finnst
mér þú ekki vera alveg
almátt-ugur".

Drottinn leit náðarsamlegast
til hans og svaraði eftir litla
stund — ekki beinlinis önugur,
því að Drottinn verður ekki
önug-ur, en þó þannig að finna mátti
að honum féll þetta ekki sem
bezt:

„Þetta er hártogun og þvaður!
Láttu mig ekki þurfa að sjá eftir
að hafa gefið þér góðar gáfur.
Ætlunin er ekki sú, að þær eigi
að notast til hártogunar".

102 HEIMILISRITDE)

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0375.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free