- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M9:34

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

„Ég sagði þetta bara af því að
mig langaði til þess að vita hvað
þú ert voldugur", sagði
Fjand-inn. „Þú ert svo látlaus og
al-þýðlegur, að við athugum það
ekki alltaf. En ég álit að þú sért
máttugri en þú sjálfur hefur gert
þér grein fyrir. Þvi að sá sem er
almáttugur, hlýtur bæði að geta
það sem hann vill og vill ekki".

„Þá er é<* Iíka fær um það",
svaraði Drottinn, „því að ég er
almáttugur".

„Já, en ef, þú ættir nú að
sanna að þú getir eitthvað það,
sem þú vilt ekki — hvernig
fær-irðu þá að?"

„Ég myndi skapa nýja veru og
veita henni hæfileika til þess að
gera það, sem ég vil ekki að hún
geri", sagði Drottinn.

„Ef þú segðir þetta ekki
sjálf-ur, myndi ég ekki trúa því",
sagði Fjandihn.

„Þú skalt þá fá að sjá það
svart á hvitu", sagði Drottinn.
Og svo skapaði hann Adam og
Evu.

„Hér eru hvorki meira né
minna en tvær slíkár verur",
sagði Drottinn hreykinn. „Og
þær geta í þokkabót eignast
börn".

„Þetta er nú mesta þrekvirkið
sem þú hefur hingað til gert",
sagði Fjandinn.

„Þar hefur þú rétt að mæla",
sagði Drottinn. • „Þú getur vel
verið þekktur fyrir að taka
of-an fyrir þessum tveim".

,,Það ætla ég líka að gera,

þegar þau hafa gert eitthvað,
sem er þér á móti skapi".

„Þú tekur þó væntanlega orð
mín trúanleg", sagði Drottinn.

„Auðvitað", svaraði Fjandixm,
en hann hafði hattinn samt
ó-hreyfðan á höfðinu.

„Ég hef sagt þeim", sagði
Drottinn, „að þau megi alls ekki
eta ávexti fróðleikstrésins".

„Það er ágætt", sagði
Fjand-inn, „því að það eru beztu
með-mælin, sem eplin geta fengið".

Sú varð og raun á. Von bráðar
fóru þau Adam og Eva að borða
eplin — og af því orsakast öll
sú tannpína, sem kvelur menn
enn ’þann dag í dag.

Því miður kynntust mennirnir
einu, sem enginn tannlæknir
get-ur losað þá við. Þeir lærðu nýtt
orð.

Sjáið þið til. Þegar englarnir
sáu eitthvað verulega fallegt,
sem gladdi þá og fyllti þá
þakk-læti, sögðu þeir ávallt:

„Þetta er þitt!" Þeir áttu
auð-vitað við, að það væri eign
Drott-ins. Og það var rétt, því að í
þá daga átti Drottinn vissulega
allt.

En nú heyrðu mennirnir rödd,
sem hljómaði viða um garðinn og
sagði: „Þetta er mitt!" Það var
rödd Fjandans.

Svo gekk A<}am á fund
Drott-ins og mælti: „Allt hér er þitt.
Mig langar til þess að fá
eitt-hvað sem er mitt!"

„Einmitt það já", sagði
Drott-inn. „Nú gerir þú í sannleika

102

HEIMILISRITDE)

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0376.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free