- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M9:45

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

ið, þvi að Emily var heilsuveil
og lá oftast í rúminu. —
Almenn-ingur sagði að veikindi hennar
væri ímyndun. Lavinia virtist
gera allt fyrir systur sína, sem
hún bað um, og var reiðubúin
til þess að sendast eftir hverju
’ því, sem henni datt i hug í það
og það skiptið.

Fólk í nágrenninu áleit, að ef
Emily þjáðist, þótt ekki væri
nema hálft á við það sem hún
lét í veðri vaka, þá hefði hún
látið vitja Haydocks læknis
fyr-ir longu. En ef á það var minnst
lokaði Emely augunum með
yfir-lætissvip og gaf í skyn, að
fræg-ustu sérfræðingar i London hefðu
árangurslaust reynt að lækna
liana. Hún sagðist nú haga sér
eftir leiðbeiningum allra færustu
lækna, og taldi hlægilegt að ætla
að fara að leita til ómerkilegs
sveita-læknis.

En þrátt fyrir allt lá Emily
alltaf á legubekk með
meðala-glös og krukkur allt i kringum
sig og endursendi næstum því
allt, sem matreitt hafði verið
handa henni, en bað um annað
í staðinn.

GLADIE opnaði dyrnar fyrir
Marple. Hún leit ver út en Marple
hafði dottið i hug. Lavinia stóð
upp af stólnum, sem hún hafði
setið á inni í dagstofu, og tók
Marple opnum örmum.

Lavinia Skinner var um
fert-ugt, stór og hrikaleg, Hún hafði

óþýðan málróm og óheflaða
fram-komu.

„Gaman að sjá yður", sagði
hún. „Emily liggur; hún er slæm
i dag, vesalingurinn. Ég vona að
hún vilji tala við yður. Það myndi
hressa hana. En stundum er hún
þannig, að hún vill alls ekki tala
við nokkurn mann. Auminginn.
hún er undraverður
sjúkling-ur".

Marole samsinnti þvi
kurteis-lega. Þær töluðu einkum um
vhmuhjú, svo að það var ekki
erfitt að komast að erindinu.
Marple sagðist hafa heyrt því
fleygt, að hin ágæta stúlka þeirra,
Gladie Holmes, væri að fara frá
þeim.

Lavinia játti því. „Hún fer á
miðvikudaginn kemur. Hún
brýt-ur leirtauið okkar, og það getum
við ekki þolað, eins og þér
skilj-ið".

Marple andvarpaði og sagði að
nú á dögum væru allir neyddir
til að sætta sig við sitt af hverju.
Áleit fröken Skinner það í raun
og veru viturlegt að segja Gladie
upp vistinni?

„Ég veit að það er erfitt að fá
þjónustufólk núna", svaraði
Lav-inia. „Ráðningarskrifstofan getur
ekki útvegað okkur annað en ef
til vill einhverjar rallrófur. Frú
Larkins hefur líka nýlega misst
sína.stúlku. En það er nú heldur
ekki að furða, því að Larkins
sjálfur er alveg óþolandi".

„Haldið þér þá ekki að það
væri ráðlegt fyrir yður að
endur-skoða uppsögn yðar? Gladie er
í alla staði ágætis stúlka. Eg

HÉIMILISRITIÐ

, 45

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0387.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free