- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M9:44

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

þurfa neitt smáræði til þess að
komast úr jafnvægi.

Edna hélt áfram. „Það slæma
við þetta er, hvernig allt
orsak-aðist — hvernig froken
Skinn-ers lítur á þetta".

„Nú", sagði fröken Marple
þolinmóð. „Hvernig lítur hún á
það?"

Loksins komst Edna að þvi
sem hún ætlaði að segja, og
það var eins og opnað væri fyrir
flóðgátt.

„Ö, þetta er svo leiðinlegt
fyr-ir Gladdie. Það var nefnilega
svoleiðis, að dýr brjóstnál, sem
fröken Emily á, týndist. Það var
öllu snúið við til þess að finna
nálina. Gladdie tók þátt í
leit-inni og leitað var hátt og lágt
í öllu húsinu. Loksins, rétt á
eft-ir að fröken Lavinia fór að tala
um að kæra þetta fyrir
lögregl-unni, fannst nálin innst í
skáp-skúffu. Gladdie’ gat ekki lýst því
hvað hún vár fegin. Og svo strax
daginn eftir brotnaði diskur hjá
henni, og fröken Lavinia hafði
engar vöflur á því, heldur sagði
henni upp vistinni með mánaðar
fyrirvara. En Gladdie finnur það
á sér, að fröken Lavinia heldur,
að hún hafi ætlað að stela
brjóst-nálinni og hafi notað sér
tækífær-ið, þegar diskurinn brotnaði, til
þess að segja henni upp. Gladdie
dytti aldrei í hug að taka það
sem hún ekki á. Og hún er hrædd
um að þær komi illu orði á sig,
með því að breiða út þessa sögu.

Það ,er alvarlegt fyrir unga

y

102

stúlku, eins og þér vitið fröken".

Marple kinnkaði kolli.

„Ég býst við", sagði Edna,
eins og hún væri að tala sér

þvert um geð, „að það sé ekki
hægt að bjarga þessu á nokkurn
hátt? Gladdie er í öngum sínum".

„Segið henni að vera ekki með
neina vitleysu", sagði Marple
hryssingslega. „Ef hún hefur ekki
tekið menið — sem ég er viss
um að hún hefur ekki gert —
þá hefur hún ekki nokkra ástæðu
til þess að vera óróleg".

„Ég skal scgja henni það",
sagði Edna. dapurlega.

„Ég ætla að skreppa til þeirra
á eftir", sagði Marple. „Ég skal
spjalla við þessa fröken Skinner",

„ó, þakka yður kærlega fyrir",
sagði Edna.

OLDHÖLLIN var stórt hús frá
Viktoriutímabilinu og umhverfis
hana var afgirt velræktað
skóg-lendi. Húsið var fjórar hæðir og
allt leigt út. Á fyrstu hæð bjó
gömul og sérvitur hefðarfrú
á-samt ráðskonu sinni, á annarri
hæð bjó aldraður og lífsþreyttur
dómari og kona hans, ung og
nýgift hjón leigðu þriðju hæðina,
en fjórðu hæð höfðu tvær
jóm-frúr, sem Skinners nefndust,
tek-ið á leigu fyrir tveimur
mánuð-um.

Marple var málkunnug þessum
ólíka leigjendahóp, þótt hún
þelckti engan úr hópnum vel.
La-vinia Skinner var eldri en
Emily Skinner og sá um heimil-

HEIMILISRITDE)

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0386.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free