- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M9:59

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nær, að hlýða ekki ráðleggingum
manna.

Af þessum orsökum voru fáir
sem heimsóttu hann i hinu fagra
húsi hans, og margir litu undan,
þegar hann ók um göturnar i
nýja og skrautlega bílnum
sin-um. Vinir Irmu Rimaldi voru þó
mest hneykslaðir á honum. Þeir
sögðu að hann hefði komið
ó-drengilga fram við hana, en
aft-ur á móti segði hún ekki
hnjóðs-yrði um Belden. „Að hugsa sér
að hætta við að leika
aðalhlut-verkið í kvikmynd hennar
fyrir-varalaust, og taka málstað
þess-arar hryllilegu kvensu, sem
full-yrti að Irma hefði verið í
sumar-húsinu um kvöldið! Það borgaði
sig að hafa sem minnst saman
við hann að sælda".

En Belden lét sér allt þetta
i léttu rúmi liggja. Hann leyfði
sér í þokkabót að fara út að
sum-arhúsi frú Downings, í fjarveru
hennar til þess að yfirheyra þjón
hennar, án þess að biðja um leyfi
og hafa þar að auki lögfræðing
með sér.

Um morguninn hafði Ito rekið
i burtu leynilögregluþjón, sem
MacCormick hafði leigt og látist
hafði verið umferðabóksali,

„Ég finn það einhvernveginn á
mér, að heppilegast sé að aka
ekki alveg að húsinu", sagði
Belden. „Við skulum nema
stað-ar spottakorn frá því".

Þeir skildu bílinn eftir skammt
frá húsinu i skjóli limríkra trjáa
Kvöldið var dimmt og himininn

HEIMILISRITIÐ

skýjaður. I fjarlægð heyrðust
öld-ur gjálfra við fjörukletta.
Beld-en minntist kvöldsins, þegar
Jol-ette hafði setið við veginn í
gat-slitnum skóm i siðum
samkvæm-iskjól. Veðrið minnti á þetta
sama kvöld.

Þeir gengu að garðshliðinu og
sáu móta fyrir litlum bil fyrir
framan opnar útidýrnar. Þeir lædd
ust nær og þekktu á litnum, að
það var bíll Irmu Rimaldi.

„Heppnin er með okkur. Við
höfum valið bezta timann, sem
hugsazt gat", sagði Belden i
lágum hljóðum,

Þeir gengu hiklaust og
hljóð-lega inn í myrkvaða forstofu. Til
hægri var hurð í hálfa gátt og
ljós inni fyrir. Mannamál
heyrð-ist frá herberginu — hvell rödd
Irmu Rimaldi og lágróma rödd
japanska þjónsins.

Belden ætlaði að ganga inn í
herbergið, en MacCormick greip
i handlegg honum.

„Nú fer ég að fara, Ito",
heyrðu þeir Irmu segja. „Ég
lokaði ekki einu sinni dyrunum
á eftir mér".

Ito jankaði.

„Ég hata þetta herbergi",
sagði Irma. „Ég get enn séð
fyrir mér lík Downings á
gólf-inu. Ég hefði aldrei átt að koma
hingað um kvöldið. Ég hefði
átt að fara, þegar við vorum
búin að undirbúa allt".

Þjónninn jankaði aftur.

„Jæja, þá skiljið þér allt, er
það ekki Ito?"

i

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0401.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free