- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M10-12:16

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

er naumur og í salnum er margt
um manninn. Fólk er þar að borða
og drekka, skálar hvert við
ann-að og hlær. „Gleðileg jól — njóttu
nú jólanna!" — I-Iann réttir
skó-reimarnar varlega að manni, sem
lionum lizt vel á. „Góði maður.
kaupið þær af mér, ég er svo
svangur!"

í sama vetfangi er yfirþjóniiinn
kominn. Hann segir ekki orð, en
gripur í annað eyrað á drengnuni
og teymir liann út. Hann er
ekk-crt harkalegur, klípur ekki i eyrað,
og við dyrnar slær hann
vingjarn-lega á öxl honum og segir: „Þú
veizt, að þetta er bannað hérna".

Úti snjóar ennþá og kuldinn
eykst með kvöldinu. Það cr
laun-hált undir lausamjöllinni; einhver
dettur og hrumíar sig. Fólkið
flýt-ir sér fram hjá.

Búðunum er lokað. Hátíðin fer
brátt að hefjast. Drenghnokkinn
fer að hlaupa i örvæntingu sinni,
hann hefur einskis aflað ennþá.
Hanu kemur á breiða götu, þar sem
umferðin er minni og húsin eru stór
og skrautleg. A einum stað er
ný-tízku stórbygging með
uppljóm-uðum gluggum. Það er margar
hæðir, með ótal dyrum, og á
göng-unum þar er hlýtt og notalegt.

Þar býr fjöldi fólks, sem hlýtur
að vera góðhjartað. Já, fólkið er
allt gott. Ólánið er, að það skuli
vera aðfangadagurinn í dag, því
fyrir bragðið áttu allir svo ann-

ríkt við að hafa allt reiðubúið
fyr-ir klukkan sex. Þvi i kvöld er
jóla-hátíð. Menn áttu í svo mörgu að
snúast, og í hverjum dyrum var
smágat, sem hægt var að gægjast
út um, áður en opnað var.

„Hamingjan góða! Einn
betlar-inn enn! Ó, nú sýður upp úr
pott-inum. Getur maður aldrei fengið
frið fyrir þessu sifellda rápi. Það
voru hvorki mcira né íninna en
ell-efu samtals, sem komu i þessum
er-indagerðum i gær. Það var fýla af
þeini og ef maður lætur mat af
hcndi við þá, finnur maður hann
á forstofugólfinu á eftir! Já. þetta
er nú reyndar bara stráksnáði —
hann fær sennilega eitthvað hjá
hinum".

Haim gengur frá dyruni til dyra
og hraðar sér eins og mest hann
má, því að hátíðin hlaut að vera
að byrja. Oftast eru dyrnar ekki
opnaðar; hann scr smáloku vera
ýtt frá gatinu i hurðinni. Auga
birtist í opinu, hann horfir biðjandi
á augað, svo er lokunni skotið
fyr-ir aftur og hann heyrir fótatak
fjarlægjast inn i ibúðinni. Það hafa
allir svo mikið að gera, þeir vilja
sennilcga gjarnan rétta
hjálpar-hönd, en hafa ekki tíma til þess.
Þeir eru að undirbúa jólahátíðina,
fæðingarhátið Krists.

Loks eru einar dyrnar opnaðar,
og gamall og geðvonzkulegur karl
horfir með smáum og nístandi aug-

16

heimilisritið

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0426.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free